Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2017 17:36 Sergej Lavrov (t.v.), Donald Trump og Sergej Kislyak, sendiherra (t.h.) á fundi þeirra í Hvíta húsinu 10. maí. Vísir/AFP Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum. Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov neitar því að hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta um brottrekstur forstjóra alríkislögreglunnar FBI þegar hann heimsótti Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði kallað James Comey, sem hann rak sem forstjóra FBI í síðustu viku, „klikkhaus“ þegar hann ræddi við Lavrov og rússneska sendiherrann Sergej Kislyak 10. maí. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi einu sinni rætt um Comey á fundinum á forsetaskrifstofunni, að því er CNN greinir frá. „Við komum ekki inn á þetta efni,“ sagði Lavrov við fréttamenn á blaðamannafundi á Kýpur í dag. Rússneska ríkisfréttastofan TASS hefur þetta eftir honum.Afdrifaríkur fundur með rússnesku embættismönnunumFundur Trump með Lavrov og Kislyak dró töluverðan dilk á eftir sér. Bandarískum blaðamönnum var ekki leyft að koma inn á forsetaskrifstofuna fyrir fundinn en síðar birti TASS myndir frá rússneskum ljósmyndara sem fékk að fara inn. Tímasetning fundarins var sömuleiðis umdeild en hann átti sér stað daginn eftir að Trump rak Comey. Ásakanir eru um að það hafi forsetinn gert til að hindra framgang rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa. Þá vakti nærvera Kislyak athygli því hann er rússneski embættismaðurinn sem þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lugu til um að hafa rætt við. Flynn sagði í kjölfarið af sér og Sessions sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum vestanhafs. Ekki var nóg um það heldur kom síðar í ljós að Trump hafði greint Rússunum frá trúnaðarupplýsingum um ógn af hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem þóttu svo viðkvæmar að bandarísk stjórnvöld höfðu ekki einu sinni deilt þeim með bandamönnum sínum.
Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Reiðir Rússum fyrir myndbirtingu Starfsmenn Trump telja Rússa hafa spilað með sig. 11. maí 2017 22:55
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. 17. maí 2017 18:29