Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2017 18:29 Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. Enginn skortur er á vandamálum sem Trump glímir við þessa dagana. Í flestum tilvikum er þetta vandi sem hann kom sér í sjálfur. Í fyrradag upplýsti Washington Post að Trump hefði greint Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Sergei Kislyak sendiherra Rússlands gagnvart Bandaríkjunum frá viðkvæmum öryggisleyndarmálum frá þriðja ríki á fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. Aðeins sólarhring eftir að hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar. Flokksbræður Trump eru farnir að missa þolinmæðina. Lindsey Graham öldungardeildarþingmaður repúblikana í Suður-Karólínu sagði við bandaríska fjölmiðla í gær að forsetinn hefði nú tækifæri til að „hreinsa upp skítinn sem hann skóp að mestu sjálfur.“ Mitch McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni sagði að það væri gagnlegt ef það „væri minni drama í Hvíta húsinu.“ Demókratar í öldungadeildinni hafa þegar kallað eftir skýringum frá forsetanum og hafa óskað eftir útprentunum af samtölum sem Trump átti við Sergei Lavrov og Sergei Kislyak á fundinum í Hvíta húsinu miðvikudaginn 10. maí. Í gærkvöldi greindi New York Times svo frá því að Trump hefði farið þess á leit við Comey í febrúar að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Comey ritaði sjálfur. Á lokuðum fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu mun Trump hafa sagt við Comey: „Ég vona að þú getir látið þetta niður falla.“ Trump er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar með þessu. Michael Flynn þurfti að segja af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann reyndi að hylma yfir að hann hefði átt í trúnaðarsamskiptum við Rússa um mál sem leynt áttu að fara. Chris Murphy öldungardeildarþingmaður frá Connecticut skrifaði á Twitter í gærkvöldi eftir að frétt New York Times birtist: „Er að fara yfirgefa þingsalinn. Mjög mikið rætt hér bæði hjá demókrötum og repúblikönum um nákvæma skilgreiningu þess að hindra framgang réttvísinnar.“ Óvíst er að svo stöddu hvaða afleiðingar þetta mál mun hafa en ljóst er að því er hvergi nærri lokið fyrir Donald Trump. Just leaving Senate floor. Lots of chatter from Ds and Rs about the exact definition of "obstruction of justice". https://t.co/zXj32i2x8b— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) May 16, 2017 Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Repúblikanar standa fast á sínu Ætla ekki að skipa sérstakan saksóknara. 17. maí 2017 14:52 Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45 Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43 Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar. Enginn skortur er á vandamálum sem Trump glímir við þessa dagana. Í flestum tilvikum er þetta vandi sem hann kom sér í sjálfur. Í fyrradag upplýsti Washington Post að Trump hefði greint Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Sergei Kislyak sendiherra Rússlands gagnvart Bandaríkjunum frá viðkvæmum öryggisleyndarmálum frá þriðja ríki á fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. Aðeins sólarhring eftir að hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar. Flokksbræður Trump eru farnir að missa þolinmæðina. Lindsey Graham öldungardeildarþingmaður repúblikana í Suður-Karólínu sagði við bandaríska fjölmiðla í gær að forsetinn hefði nú tækifæri til að „hreinsa upp skítinn sem hann skóp að mestu sjálfur.“ Mitch McConnell leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni sagði að það væri gagnlegt ef það „væri minni drama í Hvíta húsinu.“ Demókratar í öldungadeildinni hafa þegar kallað eftir skýringum frá forsetanum og hafa óskað eftir útprentunum af samtölum sem Trump átti við Sergei Lavrov og Sergei Kislyak á fundinum í Hvíta húsinu miðvikudaginn 10. maí. Í gærkvöldi greindi New York Times svo frá því að Trump hefði farið þess á leit við Comey í febrúar að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Comey ritaði sjálfur. Á lokuðum fundi á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu mun Trump hafa sagt við Comey: „Ég vona að þú getir látið þetta niður falla.“ Trump er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar með þessu. Michael Flynn þurfti að segja af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann reyndi að hylma yfir að hann hefði átt í trúnaðarsamskiptum við Rússa um mál sem leynt áttu að fara. Chris Murphy öldungardeildarþingmaður frá Connecticut skrifaði á Twitter í gærkvöldi eftir að frétt New York Times birtist: „Er að fara yfirgefa þingsalinn. Mjög mikið rætt hér bæði hjá demókrötum og repúblikönum um nákvæma skilgreiningu þess að hindra framgang réttvísinnar.“ Óvíst er að svo stöddu hvaða afleiðingar þetta mál mun hafa en ljóst er að því er hvergi nærri lokið fyrir Donald Trump. Just leaving Senate floor. Lots of chatter from Ds and Rs about the exact definition of "obstruction of justice". https://t.co/zXj32i2x8b— Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) May 16, 2017
Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Repúblikanar standa fast á sínu Ætla ekki að skipa sérstakan saksóknara. 17. maí 2017 14:52 Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45 Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43 Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59
Trump segir að enginn stjórnmálamaður í sögunni hafi fengið verri meðferð en hann sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varði forsetatíð sína í ræðu sem hann hélt í dag við útskrift strandgæsluliða. Segir hann að fjölmiðlar í Washington hafi komið við sig á ósanngjarnan hátt. 17. maí 2017 18:43
Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01
Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum Þingmenn Demókrataflokksins fara fram á sjálfstæða rannsókn. 17. maí 2017 15:45
Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 16. maí 2017 21:43
Hávær köll um opinbera rannsókn Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna. 17. maí 2017 07:00