Kærkominn sigur Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2017 20:45 Sánchez fagnar marki sínu. vísir/getty Arsenal lyfti sér upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-2 útisigri á Middlesbrough á Riverside í kvöld. Arsenal er nú sjö stigum frá 4. sætinu og á auk þess leik til góða á liðin í kring. Middlesbrough er hins vegar áfram í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Arsene Wenger gerði sex breytingar á byrjunarliði Arsenal frá 3-0 tapinu fyrir Crystal Palace fyrir viku og fór í þriggja manna vörn. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur þangað til Alexis Sánchez kom gestunum yfir með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Staðan var 0-1 í hálfleik en heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu á 50. mínútu. Álvaro Negredo skoraði þá af stuttu færi eftir magnaða sendingu Stewarts Downing. Á 61. mínútu fékk Daniel Ayala dauðafæri en Petr Cech varði. Eftir það hertu Arsenal-menn tökin og á 71. mínútu skoraði Mesut Özil sigurmarkið eftir undirbúning Sánchez og Aarons Ramsey. Lokatölur 1-2, Arsenal í vil. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Taylor flautar til leiksloka! Kærkominn sigur hjá Skyttunum sem eru komnar upp í 6. sæti deildarinnar.90+3. mín: Oxlade-Chamberlain aftur í færi en skýtur í hliðarnetið.90+2. mín: Oxlade-Chamberlain í góðu færi en Guzan ver. Skotvinkilinn þröngur.90. mín: Francis Coquelin og Héctor Bellerín koma inn fyrir Sánchez og Özil.79. mín: Rudy Gestede kemur inn fyrir De Roon.71. mín: ÖZIL!!! Sánchez sendir inn á teiginn, Ramsey kassar boltann fyrir Özil sem setur hann í nærhornið og kemur Arsenal yfir!68. mín: Adama Traoé kemur inn fyrir Ramírez.63. mín: Özil kominn einn í gegn en Guzan bjargar með góðu úthlaupi.61. mín: DAUÐAFÆRI! Downing með aukaspyrnu á Friend sem skallar hann fyrir á Daniel Ayala sem kastar sér fram og skallar beint á Cech!55. mín: Friend skeiðar upp vinstri kantinn og sendir fyrir, Nacho Monreal missir af boltanum sem berst á Downing sem skýtur yfir. Allt annað að sjá heimamenn hér í seinni hálfleiknum.50. mín: MARK!!! Stewart Downing með glæsilega sendingu inn á teiginn og Negredo kemur boltanum í markið! Virkilega laglegt mark. Negredo kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.Seinni hálfleikur hafinn: Taylor flautar seinni hálfleikinn á! Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Taylor flautar til hálfleiks. Glæsimark Sánchez skilur liðin að.42. mín: SÁNCHEZ!!! Sílemaðurinn skorar með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu! Setur boltann yfir vegginn og í hornið. Guzan er steinrunninn á línunni.37. mín: Ramsey fer nokkuð harkalega í Leadbitter en sleppur við spjald.28. mín: Fín sókn hjá Arsenal. Oxlade-Chamberlain fer illa með Friend og sendir fyrir fjærstöng, Giroud skallar boltann á Alexis Sánchez sem á skot sem Antonio Barragán skallar frá.23. mín: Ramírez skorar með skalla en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu.17. mín: Fabio hefur lokið leik. George Friend kemur inn fyrir Brasilíumanninn.10. mín: Þetta fer ágætlega af stað. Kraftur í heimamönnum. Oxlade-Chamberlain og Grant Leadbitter báðir komnir með gult spjald.Leikur hafinn: Anthony Taylor flautar til leiks!Fyrir leik:Steve Agnew, stjóri Boro, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu. Brad Guzan, Fabio, Marten de Roon, Gastón Ramírez og Álvaro Negredo koma allir inn í byrjunarliðið.Fyrir leik:Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá 3-0 tapinu fyrir Crystal Palace fyrir viku og breytir yfir í 3-5-2. Petr Cech, Laurent Koscielny, Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlain, Aaron Ramsey og Olivier Giroud koma allir inn í byrjunarliðið.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Middlesbrough og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Arsenal lyfti sér upp í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1-2 útisigri á Middlesbrough á Riverside í kvöld. Arsenal er nú sjö stigum frá 4. sætinu og á auk þess leik til góða á liðin í kring. Middlesbrough er hins vegar áfram í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Arsene Wenger gerði sex breytingar á byrjunarliði Arsenal frá 3-0 tapinu fyrir Crystal Palace fyrir viku og fór í þriggja manna vörn. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur þangað til Alexis Sánchez kom gestunum yfir með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Staðan var 0-1 í hálfleik en heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu á 50. mínútu. Álvaro Negredo skoraði þá af stuttu færi eftir magnaða sendingu Stewarts Downing. Á 61. mínútu fékk Daniel Ayala dauðafæri en Petr Cech varði. Eftir það hertu Arsenal-menn tökin og á 71. mínútu skoraði Mesut Özil sigurmarkið eftir undirbúning Sánchez og Aarons Ramsey. Lokatölur 1-2, Arsenal í vil. Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá gangi mála í leiknum.Leik lokið: Taylor flautar til leiksloka! Kærkominn sigur hjá Skyttunum sem eru komnar upp í 6. sæti deildarinnar.90+3. mín: Oxlade-Chamberlain aftur í færi en skýtur í hliðarnetið.90+2. mín: Oxlade-Chamberlain í góðu færi en Guzan ver. Skotvinkilinn þröngur.90. mín: Francis Coquelin og Héctor Bellerín koma inn fyrir Sánchez og Özil.79. mín: Rudy Gestede kemur inn fyrir De Roon.71. mín: ÖZIL!!! Sánchez sendir inn á teiginn, Ramsey kassar boltann fyrir Özil sem setur hann í nærhornið og kemur Arsenal yfir!68. mín: Adama Traoé kemur inn fyrir Ramírez.63. mín: Özil kominn einn í gegn en Guzan bjargar með góðu úthlaupi.61. mín: DAUÐAFÆRI! Downing með aukaspyrnu á Friend sem skallar hann fyrir á Daniel Ayala sem kastar sér fram og skallar beint á Cech!55. mín: Friend skeiðar upp vinstri kantinn og sendir fyrir, Nacho Monreal missir af boltanum sem berst á Downing sem skýtur yfir. Allt annað að sjá heimamenn hér í seinni hálfleiknum.50. mín: MARK!!! Stewart Downing með glæsilega sendingu inn á teiginn og Negredo kemur boltanum í markið! Virkilega laglegt mark. Negredo kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.Seinni hálfleikur hafinn: Taylor flautar seinni hálfleikinn á! Engar breytingar á liðunum.Fyrri hálfleik lokið: Taylor flautar til hálfleiks. Glæsimark Sánchez skilur liðin að.42. mín: SÁNCHEZ!!! Sílemaðurinn skorar með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu! Setur boltann yfir vegginn og í hornið. Guzan er steinrunninn á línunni.37. mín: Ramsey fer nokkuð harkalega í Leadbitter en sleppur við spjald.28. mín: Fín sókn hjá Arsenal. Oxlade-Chamberlain fer illa með Friend og sendir fyrir fjærstöng, Giroud skallar boltann á Alexis Sánchez sem á skot sem Antonio Barragán skallar frá.23. mín: Ramírez skorar með skalla en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu.17. mín: Fabio hefur lokið leik. George Friend kemur inn fyrir Brasilíumanninn.10. mín: Þetta fer ágætlega af stað. Kraftur í heimamönnum. Oxlade-Chamberlain og Grant Leadbitter báðir komnir með gult spjald.Leikur hafinn: Anthony Taylor flautar til leiks!Fyrir leik:Steve Agnew, stjóri Boro, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu. Brad Guzan, Fabio, Marten de Roon, Gastón Ramírez og Álvaro Negredo koma allir inn í byrjunarliðið.Fyrir leik:Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá 3-0 tapinu fyrir Crystal Palace fyrir viku og breytir yfir í 3-5-2. Petr Cech, Laurent Koscielny, Rob Holding, Alex Oxlade-Chamberlain, Aaron Ramsey og Olivier Giroud koma allir inn í byrjunarliðið.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Middlesbrough og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn