Hvíta húsið vill að sjónvarpskona verði rekin fyrir ummæli um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 16:15 Hill (2. t.v.) ásamt félögum sínum í SportsCenter á ESPN. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012 Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segist telja að ummæli þáttastjórnanda íþróttarásarinnar ESPN um að Donald Trump forseti sé „hvítur þjóðernissinni“ séu þess eðlis að hann ætti að missa vinnuna. „Donald Trump er hvítur þjóðernissinni sem hefur umkringt sig að miklu leyti með öðrum hvítum þjóðernissinnum,“ tísti Jemele Hill, stjórnandi þáttarinns SportsCenter á ESPN, á mánudagskvöld. Tístið var borið undir Söruh Huckabee-Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, í gær og hvort að Trump vissi af því, að því er segir í frétt Washington Post. „Ég er ekki viss um að hann viti af því en ég tel að þetta sé eitt af yfirgengilegustu ummælum sem nokkur gæti látið falla og ég tel sannarlega að þetta sé ástæða til brottreksturs hjá ESPN,“ svaraði Huckabee Sanders.White House says actions of ESPN host tweeting against President Trump were a "fireable offense." Read more: https://t.co/FXztsz21ZO pic.twitter.com/Y0IybsfxBc— NBC News (@NBCNews) September 14, 2017 Hill baðst síðar afsökunar á að ummælin hefðu haft áhrif á ESPN. Stöðin sagði í yfirlýsingu að skoðanir Hill væru hennar eigin og endurspegluðu ekki afstöðu stjórnenda stöðvarinnar. Hún hafi sjálf viðurkennt að ummæli hennar hafi verið óviðeigandi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir tregðu sína til að fordæma hvíta þjóðernissinna, nýnasista og aðra hægriöfgamenn. Eftir mannskæð mótmæli hóps hvíta þjóðernissinna í Charlottesville í sumar kenndi sagði hann andstæðinga öfgamannanna bera eins mikla ábyrgð á ofbeldinu þar. Eftir ummæli Huckabee Sanders hefur verið rifjað upp á Trump kallaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, „rasista“ í tísti þegar hann var stjarna raunveruleikaþáttarins Lærlingsins.Obama's '07 speech which @DailyCaller just released not only shows that Obama is a racist but also how the press always covers for him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2012
Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira