Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi. Gylfi náði ekki að skora eða leggja upp mark í leiknum en var nokkrum sinnum nálægt því og Swansea vann þarna mikilvægan 1-0 sigur. Frammistaða Gylfa á tímabilinu hefur verið mögnuð og hans framtíðarplön eru mikið í umræðunni í enskum fjölmiðlum. Hoddle lýsti því yfir í lýsingunni um helgina að Gylfi myndi labba inn í hvaða lið sem er í ensku úrvalsdeildinni og þar með talið væru öll bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Flestir eru sammála um að Gylfi hafi verið frábær á tímabilinu og það efast enginn um mikivægi hans fyrir Swansea-liðið. Sú fullyrðing að hann komst í byrjunarliðin hjá liðum eins og Chelsea, Tottenham, Manchester City, Manchester United, Arsenal og Liverpool þykir þó einum knattspyrnuspekingi vera skot yfir markið hjá Hoddle. Ben McAleer, yfirmaður á knattspyrnutölfræðisíðunni Who Scored, skrifaði útpældan pistil um Gylfa Þór Sigurðsson á football365.com síðunni og þar fór McAleer yfir möguleika Gylfa á því að komast í byrjunarliðið hjá bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. McAleer er á því að Gylfi ætti aðeins möguleika á því að komast inn í Liverpool-liðinu og þá aðeins í svipað hlutverk og Gini Wijnaldum sem kemur með sóknarógnun af þriggja manna miðju. Með öðrum orðum Gylfi fengi ekki að spila sína bestu stöðu hjá bestu liðunum og væri allt annað en öruggur með sætið sitt í byrjunarliðinu. McAleer fer yfir sögu Gylfa hjá Tottenham þar sem hann fékk ekki alltof mörg tækifæri og spilaði nær aldrei sína stöðu. Það hjálpaði ekki til að allt snérist um að Gareth Bale fengi pláss til að blómstra. Gylfi hefur átt þátt í 51 prósent marka Swansea á leiktíðinni (9 mörk og 12 stoðsendingar) og McAleer er svo sem sammála því að Gylfi hafi unnið sér inn tækifæri til að spila með einu af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hvort það sé raunhæft sé aftur á móti önnur saga. Stærsta ástæðan fyrir þessari skoðun Ben McAleer er að bestu liðin eru öll með öfluga menn í uppáhaldsstöðu Gylfa. Þetta eru menn eins og David Silva hjá Manchester City, Christian Eriksen hjá Tottenham, Mesut Özil hjá Arsenal og Juan Mata hjá Manchester United. McAleer segist ekki verða að reyna að gera lítið úr Gylfa heldur er hann aðeins að setja saman kalt mat á stöðu íslenska landsliðsmannsins í hópi þeirra bestu. McAleer er á því að Gylfi sé mjög góður leikmaður en skorti það sem þurfti til að vera frábær leikmaður. Hann spili best þegar sóknarleikur liðs sé byggður í kringum hann eins og hjá Swansea en að svo verði aldrei raunin hjá einu af sex bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann endar síðan pistill sinn á því að nefna Everton sem gott lið fyrir Gylfa okkar Sigurðsson.Piece for @TEAMtalk on Gylfi Sigurdsson https://t.co/z23DCr1SSC— Ben McAleer (@BenMcAleer1) May 10, 2017 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi og félagar gætu mætt Hull í úrslitaleik um áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni Svo gæti farið að Swansea City og Hull City þyrftu að mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið heldur sér í ensku úrvalsdeildinni. 4. maí 2017 11:45 Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara stórglæsilegt og mjög mikilvægt mark fyrir Swansea um síðustu helgi heldur bætti hann einnig með því fimmtán ára met Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi hefur nú komið að 21 marki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 5. maí 2017 06:30 Íslendingar geta nú hjálpað Gylfa að eignast nafna í Swansea Rhys Stranaghan og Sammy Jo Moriarty eru frá Swansea og eiga von á barni saman á næstunni. 3. maí 2017 15:21 Sjáðu þrumufleyg Gylfa á Old Trafford Tryggði Swansea dýrmætt stig í botnbaráttunni með glæsilegu marki gegn Manchester United. 1. maí 2017 10:00 Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt. 1. maí 2017 08:00 Fórnarlamb á samfélagsmiðlum þökk sé snilldarspyrnu Gylfa Spænski leikmaðurinn Ander Herrera í liði Manchester United fékk svolítið að heyra það á samfélagsmiðlum eftir enn einn jafnteflisleik Manchester United á Old Trafford í vetur. 1. maí 2017 16:15 Gylfa vantar bara eitt mark til að komast í þennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson er nú aðeins einu marki frá því að vera bæði með tíu mörk og tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. 9. maí 2017 12:00 Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær. 1. maí 2017 13:00 Gylfi keppir við Emre Can um besta markið en þið getið hjálpað honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City á móti Manchester United á Old Trafford um helgina og markið hans kemur að sjálfsögðu til greina sem eitt af flottustu mörkum vikunnar hjá Sky Sports. 2. maí 2017 15:30 Gylfi í hópi þeirra bestu í apríl að mati The Telegraph Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi þeirra 20 leikmanna sem stóðu sig best í ensku úrvalsdeildinni í apríl að mati The Telegraph. 5. maí 2017 09:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi. Gylfi náði ekki að skora eða leggja upp mark í leiknum en var nokkrum sinnum nálægt því og Swansea vann þarna mikilvægan 1-0 sigur. Frammistaða Gylfa á tímabilinu hefur verið mögnuð og hans framtíðarplön eru mikið í umræðunni í enskum fjölmiðlum. Hoddle lýsti því yfir í lýsingunni um helgina að Gylfi myndi labba inn í hvaða lið sem er í ensku úrvalsdeildinni og þar með talið væru öll bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Flestir eru sammála um að Gylfi hafi verið frábær á tímabilinu og það efast enginn um mikivægi hans fyrir Swansea-liðið. Sú fullyrðing að hann komst í byrjunarliðin hjá liðum eins og Chelsea, Tottenham, Manchester City, Manchester United, Arsenal og Liverpool þykir þó einum knattspyrnuspekingi vera skot yfir markið hjá Hoddle. Ben McAleer, yfirmaður á knattspyrnutölfræðisíðunni Who Scored, skrifaði útpældan pistil um Gylfa Þór Sigurðsson á football365.com síðunni og þar fór McAleer yfir möguleika Gylfa á því að komast í byrjunarliðið hjá bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. McAleer er á því að Gylfi ætti aðeins möguleika á því að komast inn í Liverpool-liðinu og þá aðeins í svipað hlutverk og Gini Wijnaldum sem kemur með sóknarógnun af þriggja manna miðju. Með öðrum orðum Gylfi fengi ekki að spila sína bestu stöðu hjá bestu liðunum og væri allt annað en öruggur með sætið sitt í byrjunarliðinu. McAleer fer yfir sögu Gylfa hjá Tottenham þar sem hann fékk ekki alltof mörg tækifæri og spilaði nær aldrei sína stöðu. Það hjálpaði ekki til að allt snérist um að Gareth Bale fengi pláss til að blómstra. Gylfi hefur átt þátt í 51 prósent marka Swansea á leiktíðinni (9 mörk og 12 stoðsendingar) og McAleer er svo sem sammála því að Gylfi hafi unnið sér inn tækifæri til að spila með einu af bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hvort það sé raunhæft sé aftur á móti önnur saga. Stærsta ástæðan fyrir þessari skoðun Ben McAleer er að bestu liðin eru öll með öfluga menn í uppáhaldsstöðu Gylfa. Þetta eru menn eins og David Silva hjá Manchester City, Christian Eriksen hjá Tottenham, Mesut Özil hjá Arsenal og Juan Mata hjá Manchester United. McAleer segist ekki verða að reyna að gera lítið úr Gylfa heldur er hann aðeins að setja saman kalt mat á stöðu íslenska landsliðsmannsins í hópi þeirra bestu. McAleer er á því að Gylfi sé mjög góður leikmaður en skorti það sem þurfti til að vera frábær leikmaður. Hann spili best þegar sóknarleikur liðs sé byggður í kringum hann eins og hjá Swansea en að svo verði aldrei raunin hjá einu af sex bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann endar síðan pistill sinn á því að nefna Everton sem gott lið fyrir Gylfa okkar Sigurðsson.Piece for @TEAMtalk on Gylfi Sigurdsson https://t.co/z23DCr1SSC— Ben McAleer (@BenMcAleer1) May 10, 2017
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi og félagar gætu mætt Hull í úrslitaleik um áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni Svo gæti farið að Swansea City og Hull City þyrftu að mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið heldur sér í ensku úrvalsdeildinni. 4. maí 2017 11:45 Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara stórglæsilegt og mjög mikilvægt mark fyrir Swansea um síðustu helgi heldur bætti hann einnig með því fimmtán ára met Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi hefur nú komið að 21 marki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 5. maí 2017 06:30 Íslendingar geta nú hjálpað Gylfa að eignast nafna í Swansea Rhys Stranaghan og Sammy Jo Moriarty eru frá Swansea og eiga von á barni saman á næstunni. 3. maí 2017 15:21 Sjáðu þrumufleyg Gylfa á Old Trafford Tryggði Swansea dýrmætt stig í botnbaráttunni með glæsilegu marki gegn Manchester United. 1. maí 2017 10:00 Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt. 1. maí 2017 08:00 Fórnarlamb á samfélagsmiðlum þökk sé snilldarspyrnu Gylfa Spænski leikmaðurinn Ander Herrera í liði Manchester United fékk svolítið að heyra það á samfélagsmiðlum eftir enn einn jafnteflisleik Manchester United á Old Trafford í vetur. 1. maí 2017 16:15 Gylfa vantar bara eitt mark til að komast í þennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson er nú aðeins einu marki frá því að vera bæði með tíu mörk og tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. 9. maí 2017 12:00 Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær. 1. maí 2017 13:00 Gylfi keppir við Emre Can um besta markið en þið getið hjálpað honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City á móti Manchester United á Old Trafford um helgina og markið hans kemur að sjálfsögðu til greina sem eitt af flottustu mörkum vikunnar hjá Sky Sports. 2. maí 2017 15:30 Gylfi í hópi þeirra bestu í apríl að mati The Telegraph Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi þeirra 20 leikmanna sem stóðu sig best í ensku úrvalsdeildinni í apríl að mati The Telegraph. 5. maí 2017 09:15 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Gylfi og félagar gætu mætt Hull í úrslitaleik um áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni Svo gæti farið að Swansea City og Hull City þyrftu að mætast í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið heldur sér í ensku úrvalsdeildinni. 4. maí 2017 11:45
Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara stórglæsilegt og mjög mikilvægt mark fyrir Swansea um síðustu helgi heldur bætti hann einnig með því fimmtán ára met Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi hefur nú komið að 21 marki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 5. maí 2017 06:30
Íslendingar geta nú hjálpað Gylfa að eignast nafna í Swansea Rhys Stranaghan og Sammy Jo Moriarty eru frá Swansea og eiga von á barni saman á næstunni. 3. maí 2017 15:21
Sjáðu þrumufleyg Gylfa á Old Trafford Tryggði Swansea dýrmætt stig í botnbaráttunni með glæsilegu marki gegn Manchester United. 1. maí 2017 10:00
Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggði Swansea City stig gegn Manchester United á Old Trafford. Hann hefur nú skorað á þessum velli þrjú ár í röð. Stigið sem Gylfi tryggði gæti reynst Svönunum dýrmætt. 1. maí 2017 08:00
Fórnarlamb á samfélagsmiðlum þökk sé snilldarspyrnu Gylfa Spænski leikmaðurinn Ander Herrera í liði Manchester United fékk svolítið að heyra það á samfélagsmiðlum eftir enn einn jafnteflisleik Manchester United á Old Trafford í vetur. 1. maí 2017 16:15
Gylfa vantar bara eitt mark til að komast í þennan hóp Gylfi Þór Sigurðsson er nú aðeins einu marki frá því að vera bæði með tíu mörk og tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. 9. maí 2017 12:00
Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær. 1. maí 2017 13:00
Gylfi keppir við Emre Can um besta markið en þið getið hjálpað honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea City á móti Manchester United á Old Trafford um helgina og markið hans kemur að sjálfsögðu til greina sem eitt af flottustu mörkum vikunnar hjá Sky Sports. 2. maí 2017 15:30
Gylfi í hópi þeirra bestu í apríl að mati The Telegraph Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi þeirra 20 leikmanna sem stóðu sig best í ensku úrvalsdeildinni í apríl að mati The Telegraph. 5. maí 2017 09:15