Gylfi sló met Eiðs Smára á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2017 06:30 Gylfi fagnar á Old Trafford. vísir/getty Tölurnar ljúga ekki og þær segja þetta tímabil hjá Gylfa Þór Sigurðssyni með Swansea vera besta tímabil Íslendings frá upphafi þegar kemur að því að búa til mörk fyrir liðið sitt. Gylfi og Eiður Smári Guðjohnsen eru í sérflokki meðal íslenskra knattspyrnumanna þegar kemur að því að skora og leggja upp mörk í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári eignaðist á sínum tíma öll helstu markametin í enska boltanum með frábærri frammistöðu sinni með Chelsea-liðinu á árunum 2000 til 2006 en hefur verið að missa stóran hluta þeirra til Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðustu árum. Gylfi tók flott met af Eiði Smára um síðustu helgi og er nú sá Íslendingur sem hefur komið að flestum mörkum á einu tímabili með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að 21 af 40 mörkum Swansea á leiktíðinni eða meira en helmingi markanna. Hann hefur skorað níu mörk sjálfur en einnig gefið tólf stoðsendingar á félaga sína.Spyrnurnar hans Gylfa Gylfi bætti metið með frábærri aukaspyrnu sinni á Old Trafford þegar hann tryggði Swansea 1-1 jafntefli við Manchester United. Þetta var þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford, heimavelli liðsins sem hann hélt með í æsku. Föstu leikatriðin hafa verið drjúg fyrir okkar mann í vetur og þar ógnar hann bæði með frábærum spyrnum á markið sem og glæsilegum sendingum á liðsfélagana. „Þetta mark kom á mjög mikilvægum tíma fyrir okkur í þessum leik þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Það var gott fyrir okkur að ná í stig því mér fannst við spila nógu vel til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Gylfi í viðtali sem enska úrvalsdeildin tók fyrir íþróttadeild 365. Gylfi vildi ekki gefa mikið upp um það sem fór í gegnum huga hans áður en hann tók þessa stórglæsilegu aukaspyrnu. „Ég er ekki að hugsa mikið um annað í þessari stöðu en að koma boltanum yfir vegginn og á markið. Ég fann það samt strax að ég hitti boltann vel. Maður veit aldrei hvað markvörðurinn gerir nákvæmlega en það var gaman að horfa á eftir boltanum fara í markið,“ sagði Gylfi.2001-02 tímabilið hjá Eiði Metið sem Eiður Smári missti á sunnudaginn setti hann á sínu öðru tímabili með Chelsea veturinn 2001 til 2002. Eiður kom þá að 20 mörkum Chelsea-liðsins, skoraði 14 sjálfur og átti einnig 6 stoðsendingar. Markamet Eiðs Smára frá þessu tímabili, 14 mörk, stendur enn. Gylfi gerði sig líklegan til að ógna því í fyrra en endaði með 11 mörk. Gylfi á nú hins vegar þrjú bestu stoðsendingatímabilin en hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar en á þessari leiktíð. Hann hefur einnig í vetur velt Eiði Smára úr sessi sem stoðsendingahæsta Íslendingnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári gaf á sínum tíma 28 stoðsendingar en Gylfi er nú kominn með 32 stoðsendingar á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi óttast ekki þá pressu sem er komin á hann að skila mörkum úr föstu leikatriðum Swansea-liðsins. „Ég lít ekki svo á að ég sé undir pressu þegar við fáum föst leikatriði. Ég lít á þau frekar sem góðan möguleika fyrir mig til að ná að búa eitthvað til fyrir liðið,“ segir Gylfi.Tveir menn einoka listann Hér á síðunni má sjá þá íslenska leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni með því annaðhvort að skora sjálfir eða gefa stoðsendingar. Þetta eru opinberar tölur frá ensku úrvalsdeildinni. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Gylfi og Eiður Smári einoka þennan topplista. Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Tölurnar ljúga ekki og þær segja þetta tímabil hjá Gylfa Þór Sigurðssyni með Swansea vera besta tímabil Íslendings frá upphafi þegar kemur að því að búa til mörk fyrir liðið sitt. Gylfi og Eiður Smári Guðjohnsen eru í sérflokki meðal íslenskra knattspyrnumanna þegar kemur að því að skora og leggja upp mörk í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári eignaðist á sínum tíma öll helstu markametin í enska boltanum með frábærri frammistöðu sinni með Chelsea-liðinu á árunum 2000 til 2006 en hefur verið að missa stóran hluta þeirra til Gylfa Þórs Sigurðssonar á síðustu árum. Gylfi tók flott met af Eiði Smára um síðustu helgi og er nú sá Íslendingur sem hefur komið að flestum mörkum á einu tímabili með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur alls komið með beinum hætti að 21 af 40 mörkum Swansea á leiktíðinni eða meira en helmingi markanna. Hann hefur skorað níu mörk sjálfur en einnig gefið tólf stoðsendingar á félaga sína.Spyrnurnar hans Gylfa Gylfi bætti metið með frábærri aukaspyrnu sinni á Old Trafford þegar hann tryggði Swansea 1-1 jafntefli við Manchester United. Þetta var þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford, heimavelli liðsins sem hann hélt með í æsku. Föstu leikatriðin hafa verið drjúg fyrir okkar mann í vetur og þar ógnar hann bæði með frábærum spyrnum á markið sem og glæsilegum sendingum á liðsfélagana. „Þetta mark kom á mjög mikilvægum tíma fyrir okkur í þessum leik þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Það var gott fyrir okkur að ná í stig því mér fannst við spila nógu vel til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Gylfi í viðtali sem enska úrvalsdeildin tók fyrir íþróttadeild 365. Gylfi vildi ekki gefa mikið upp um það sem fór í gegnum huga hans áður en hann tók þessa stórglæsilegu aukaspyrnu. „Ég er ekki að hugsa mikið um annað í þessari stöðu en að koma boltanum yfir vegginn og á markið. Ég fann það samt strax að ég hitti boltann vel. Maður veit aldrei hvað markvörðurinn gerir nákvæmlega en það var gaman að horfa á eftir boltanum fara í markið,“ sagði Gylfi.2001-02 tímabilið hjá Eiði Metið sem Eiður Smári missti á sunnudaginn setti hann á sínu öðru tímabili með Chelsea veturinn 2001 til 2002. Eiður kom þá að 20 mörkum Chelsea-liðsins, skoraði 14 sjálfur og átti einnig 6 stoðsendingar. Markamet Eiðs Smára frá þessu tímabili, 14 mörk, stendur enn. Gylfi gerði sig líklegan til að ógna því í fyrra en endaði með 11 mörk. Gylfi á nú hins vegar þrjú bestu stoðsendingatímabilin en hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar en á þessari leiktíð. Hann hefur einnig í vetur velt Eiði Smára úr sessi sem stoðsendingahæsta Íslendingnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Eiður Smári gaf á sínum tíma 28 stoðsendingar en Gylfi er nú kominn með 32 stoðsendingar á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi óttast ekki þá pressu sem er komin á hann að skila mörkum úr föstu leikatriðum Swansea-liðsins. „Ég lít ekki svo á að ég sé undir pressu þegar við fáum föst leikatriði. Ég lít á þau frekar sem góðan möguleika fyrir mig til að ná að búa eitthvað til fyrir liðið,“ segir Gylfi.Tveir menn einoka listann Hér á síðunni má sjá þá íslenska leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni með því annaðhvort að skora sjálfir eða gefa stoðsendingar. Þetta eru opinberar tölur frá ensku úrvalsdeildinni. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Gylfi og Eiður Smári einoka þennan topplista.
Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira