Enski boltinn

Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hjá ESPN fyrir frammistöðu sína í leik Swansea City og Manchester United í gær.

Gylfi skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu 11 mínútum fyrir leikslok og tryggði Swansea stig. Þetta er þriðja árið í röð sem Gylfi skorar á Old Trafford.

Þetta var níunda mark Gylfa í vetur en hann hefur komið með beinum hætti að 21 af 40 mörkum Swansea á tímabilinu.

Gylfi er eini Swansea-maðurinn í liði umferðarinnar hjá ESPN en þar má finna leikmenn á borð við Harry Kane, Dele Alli og Pedro. Liðið má sjá með því að smella hér.

Swansea er enn í átjánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×