Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2017 08:00 Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira