Árlegt hjá Gylfa á Old Trafford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2017 08:00 Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Mark hjá Gylfa Þór Sigurðssyni á Old Trafford er orðinn árlegur viðburður. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í þremur leikjum í röð í leikhúsi draumanna, eitthvað sem aðeins fjórum öðrum leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist. Það eru ekki ómerkari menn en Sergio Agüero, Emmanuel Adebayor, Jimmy Floyd Hasselbaink og Mark Viduka. „Það hefur verið frábært fyrir mig að spila hérna undanfarin þrjú ár og skora í hverjum leik. Þetta var mikilvægt mark og vonandi telur þetta stig þegar talið verður upp úr kössunum,“ sagði Gylfi eftir leikinn í gær. Swansea spilaði vel á Old Trafford og jafntefli var það minnsta sem liðið átti skilið út úr leiknum. Það var þó Manchester United sem náði forystunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Wayne Rooney skoraði úr umdeildri vítaspyrnu. Swansea gafst ekki upp og þegar 11 mínútur voru til leiksloka var komið að Gylfa. Rooney braut þá klaufalega á Jordan Ayew fyrir utan vítateig og Neil Swarbrick dæmdi aukaspyrnu. Það var aldrei neinn annar að fara að taka spyrnuna en Gylfi og honum brást ekki bogalistinn; setti boltann yfir varnarvegginn og í hornið, óverjandi fyrir David De Gea, markvörð United. Stórkostlegt mark hjá Gylfa sem er svo sannarlega með meirapróf í því að taka aukaspyrnur. Frá því hann kom aftur til Swansea sumarið 2014 hefur enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skorað jafnmörg mörk beint úr aukaspyrnum og íslenski landsliðsmaðurinn, eða sex talsins. Allt í allt hefur Gylfi skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Swansea. Markið hans Gylfa tryggði Swansea mikilvægt stig í fallbaráttunni. Velska liðið er þó enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hull City sem er í 17. sætinu. Bæði Swansea og Hull eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu og þeir eru álíka erfiðir. Swansea mætir Everton á heimavelli í næstu umferð, sækir svo fallna Sunderland-menn heim og fær svo West Brom, lið sem hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og virðist hætt, í heimsókn í lokaumferðinni. Hull á eftir að mæta Sunderland (heima), Crystal Palace (úti) og Tottenham (heima). Möguleikar Swansea á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni eru því nokkuð góðir. En jafnvel þótt liðið haldi sér uppi eru hverfandi líkur á því að Gylfi verði áfram leikmaður Swansea á næsta tímabili. Frammistaða hans í vetur hefur einfaldlega verið það góð að stærri félög hljóta að reyna að krækja í íslenska landsliðsmanninn.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira