Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00