Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Knattspyrnustjórar Manchester-liðanna, Jose Mourinho og Pep Guardiola. vísir/getty Manchester hefur eignast fimmtán Englandsmeistara í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Miklar líkur eru á því að sextándi meistaratitill borgarinnar bætist í hópinn næsta vor. Það spáðu margir mögnuðu einvígi á milli City og United þegar knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og José Mourinho mættu til borgarinnar fyrir einu ári. Fyrsta tímabil þeirra beggja var aftur á móti vonbrigði. City byrjaði frábærlega með sex sigra í fyrstu sex leikjunum en var síðan komið alla leið niður í fimmta sæti í janúar og var aldrei með fyrir alvöru í meistarabaráttunni eftir það. Manchester United bjargaði tímabilinu með sigri í Evrópudeildinni sem gaf liðinu sæti í Meistaradeildinni á ný en frammistaða liðsins í úrvalsdeildinni voru vonbrigði þar sem liðið endaði í 6. sæti og var 24 stigum á eftir meisturum Chelsea. Nú hafa þessir tveir sigursælu stjórar mótað liðin sín betur að eigin stíl auk þess sem þeir hafa báðir eytt háum upphæðum í spennandi leikmenn. Ekkert lið í deildinni hefur styrkt sig í líkingu við Man. City og United er ekki langt á eftir.Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.Manchester-borg hefur ekki átt Englandsmeistara í að verða fjögur ár sem er lengsta bið eftir titli í borginni síðan 2003-2007. Takist United og City ekki að vinna í ár verður það í fyrsta sinn í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hvorugt Manchester-liðið vinnur titilinn fjögur tímabil í röð. Talsverðar líkur eru á því að Guardiola takist það sem honum tókst bæði hjá Barcelona á Spáni og Bayern München í Þýskalandi eða að búa til langbesta lið deildarinnar. Það gæti vel farið svo að Manchester City stingi af, liðið hefur bæði stjórann og mannskapinn til þess. Englandsmeistarar Chelsea eiga titil að verja en þetta hefur verið skrýtið sumar á Brúnni og litlir meistarataktar á markaðnum. Liðið er búið að missa fyrirliðann (John Terry), akkerið á miðjunni (Nemanja Matic) og markahæsta leikmanninn (Diego Costa). Það er enginn búinn að gleyma hvernig síðasta titilvörnin gekk hjá Chelsea (José Mourinho rekinn í desember). Reynslan sem er runnin út um dyrnar í sumar boðar ekki gott að mati flestra spekinga. Það býst enginn við Leicester-hruni eins og fyrir ári en það gæti orðið basl á Brúnni.Harry Kan hefur orðið markakóngur deildarinnar undanfarnar tvær leiktíðir.Vísir/GettyHin þrjú liðin inn á topp fimm, Tottenham, Liverpool og Arsenal, hafa átt í vök að verjast í sumar þar sem mikill áhugi hefur verið á bestu leikmönnum liðsins. Philippe Coutinho er enn í Liverpool, Alexis Sánchez er enn í Arsenal og Dele Alli er enn í Tottenham en hve lengi.* Stóru liðin þurfa ekki að selja sína bestu menn og stjórar þessara liða vilja ekki vera í hópi liðanna sem helst ekki á sínum toppmönnum. Ekkert liðanna hefur unnið enska meistaratitilinn í langan tíma en þau hafa hins vegar öll endað í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilum. Meistaradeildarsæti virðist þó vera raunhæfara markmið en meistaratitill í vetur. Liverpool hefur verið duglegra en hin tvö að styrkja sig en náði ekki að landa tveimur stórum bitum sem hefðu styrkt varnarleik liðsins mikið. Tottenham er uppfullt af ungum spennandi leikmönnum sem eru enn að bæta sig en hjá Arsenal er stærsta spurningin hvort það verður ofan á hjá stuðningsmönnum félagsins, að pirra sig yfir þrjósku Wengers eða sameinast að baki sínu liði.Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Swansea.Vísir/GettyGylfa-málið heldur tveimur félögum í hálfgerðri gíslingu en ekkert hefur gengið hjá Everton að ná samkomulagi við Swansea City. Gylfi er helsta ástæðan fyrir því að Swansea hefur bjargað sér frá falli tvö ár í röð og án hans er fall alveg eins líklegt. Everton hefur styrkt sig í sumar og heimkoma Waynes Rooney er spennandi. Bæti þeir íslensku landsliðsstjörnunni í holuna gætu mjög góðir hlutir gerst. Í fyrsta sinn hefst enska úrvalsdeildin á föstudagskvöldi en Arsenal tekur á móti Leicester City klukkan 18.45 í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Manchester hefur eignast fimmtán Englandsmeistara í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Miklar líkur eru á því að sextándi meistaratitill borgarinnar bætist í hópinn næsta vor. Það spáðu margir mögnuðu einvígi á milli City og United þegar knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og José Mourinho mættu til borgarinnar fyrir einu ári. Fyrsta tímabil þeirra beggja var aftur á móti vonbrigði. City byrjaði frábærlega með sex sigra í fyrstu sex leikjunum en var síðan komið alla leið niður í fimmta sæti í janúar og var aldrei með fyrir alvöru í meistarabaráttunni eftir það. Manchester United bjargaði tímabilinu með sigri í Evrópudeildinni sem gaf liðinu sæti í Meistaradeildinni á ný en frammistaða liðsins í úrvalsdeildinni voru vonbrigði þar sem liðið endaði í 6. sæti og var 24 stigum á eftir meisturum Chelsea. Nú hafa þessir tveir sigursælu stjórar mótað liðin sín betur að eigin stíl auk þess sem þeir hafa báðir eytt háum upphæðum í spennandi leikmenn. Ekkert lið í deildinni hefur styrkt sig í líkingu við Man. City og United er ekki langt á eftir.Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.Manchester-borg hefur ekki átt Englandsmeistara í að verða fjögur ár sem er lengsta bið eftir titli í borginni síðan 2003-2007. Takist United og City ekki að vinna í ár verður það í fyrsta sinn í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hvorugt Manchester-liðið vinnur titilinn fjögur tímabil í röð. Talsverðar líkur eru á því að Guardiola takist það sem honum tókst bæði hjá Barcelona á Spáni og Bayern München í Þýskalandi eða að búa til langbesta lið deildarinnar. Það gæti vel farið svo að Manchester City stingi af, liðið hefur bæði stjórann og mannskapinn til þess. Englandsmeistarar Chelsea eiga titil að verja en þetta hefur verið skrýtið sumar á Brúnni og litlir meistarataktar á markaðnum. Liðið er búið að missa fyrirliðann (John Terry), akkerið á miðjunni (Nemanja Matic) og markahæsta leikmanninn (Diego Costa). Það er enginn búinn að gleyma hvernig síðasta titilvörnin gekk hjá Chelsea (José Mourinho rekinn í desember). Reynslan sem er runnin út um dyrnar í sumar boðar ekki gott að mati flestra spekinga. Það býst enginn við Leicester-hruni eins og fyrir ári en það gæti orðið basl á Brúnni.Harry Kan hefur orðið markakóngur deildarinnar undanfarnar tvær leiktíðir.Vísir/GettyHin þrjú liðin inn á topp fimm, Tottenham, Liverpool og Arsenal, hafa átt í vök að verjast í sumar þar sem mikill áhugi hefur verið á bestu leikmönnum liðsins. Philippe Coutinho er enn í Liverpool, Alexis Sánchez er enn í Arsenal og Dele Alli er enn í Tottenham en hve lengi.* Stóru liðin þurfa ekki að selja sína bestu menn og stjórar þessara liða vilja ekki vera í hópi liðanna sem helst ekki á sínum toppmönnum. Ekkert liðanna hefur unnið enska meistaratitilinn í langan tíma en þau hafa hins vegar öll endað í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilum. Meistaradeildarsæti virðist þó vera raunhæfara markmið en meistaratitill í vetur. Liverpool hefur verið duglegra en hin tvö að styrkja sig en náði ekki að landa tveimur stórum bitum sem hefðu styrkt varnarleik liðsins mikið. Tottenham er uppfullt af ungum spennandi leikmönnum sem eru enn að bæta sig en hjá Arsenal er stærsta spurningin hvort það verður ofan á hjá stuðningsmönnum félagsins, að pirra sig yfir þrjósku Wengers eða sameinast að baki sínu liði.Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Swansea.Vísir/GettyGylfa-málið heldur tveimur félögum í hálfgerðri gíslingu en ekkert hefur gengið hjá Everton að ná samkomulagi við Swansea City. Gylfi er helsta ástæðan fyrir því að Swansea hefur bjargað sér frá falli tvö ár í röð og án hans er fall alveg eins líklegt. Everton hefur styrkt sig í sumar og heimkoma Waynes Rooney er spennandi. Bæti þeir íslensku landsliðsstjörnunni í holuna gætu mjög góðir hlutir gerst. Í fyrsta sinn hefst enska úrvalsdeildin á föstudagskvöldi en Arsenal tekur á móti Leicester City klukkan 18.45 í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira