Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 08:23 Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Vísir/EPA Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42