Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 14:00 Susan Bro sagðist ekki myndu ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir ummæli hans á blaðamannafundi á þriðjudag. Skjáskot Móðir Heather Heyer, konunnar sem lést er bíl var ekið á hana í óeirðunum í Virginíu um síðustu helgi, segist ekki ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag, þar sem hann kenndi bæði þjóðernissinnum og gagnmótmælundum um átökin. Fréttamaður ABC-fréttastofunnar vakti máls á því við Susan Bro, móður Heyer, í viðtali í dag að Trump hygðist setja sig beint í samband við hana vegna fráfalls dóttur hennar um helgina. „Ertu búin að ræða við hann beint?“ spurði fréttamaðurinn. „Ég hef ekki gert það og mun nú ekki gera það,“ svaraði Bro. „Fyrst missti ég af símtölum hans, fyrsta símtalið barst á meðan jarðarförinni stóð. Ég sá ekki einu sinni þau skilaboð og svo voru þrjú örvæntingarfull skilaboð í viðbót frá fjölmiðlafulltrúum yfir daginn og ég vissi ekki af hverju.“ Bro sagðist ekki hafa getað svarað forsetanum vegna anna í kringum jarðarför dóttur sinnar. Hún hafi heldur ekki horft á fréttir fyrr en í gærkvöldi, á fimmtudagskvöld. „Og ég ætla ekki að tala við forsetann núna, fyrirgefið mér,“ sagði Bro en ummæli hennar má hlusta á hér að neðan.Q: Have you talked to President Trump directly yet?Heather Heyer's mom, Susan Bro: "I have not, and now I will not." (via ABC) pic.twitter.com/GKqkC4j5ov— Kyle Griffin (@kylegriffin1) August 18, 2017 Hafði áður þakkað forsetanum fyrir yfirlýsingu sínaÁstæðuna sagði Bro vera yfirlýsingar Trump á blaðamannafundi sem haldinn var á þriðjudag. Bro sagðist hafa séð myndskeið frá blaðamannafundinum en þar sagði Trump að báðum fylkingum, hvítum þjóðernissinnum og gagnmótmælendum, hefði verið um að kenna í átökunum sem brutust út í Charlottesville um helgina.Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna andláts Heather Heyer í Virginíu um helgina. Hér heldur mótmælandi á skilti með mynd af Heyer.Vísir/AFP„Þar gerði hann mótmælendur, „eins og ungfrú Heyer,“ jafngilda KKK-samtökunum og hvítum þjóðernissinnum,“ sagði Bro og vitnaði beint í forsetann. Bro hafði áður þakkað forsetanum, óbeint, fyrir yfirlýsingu sína á mánudag. Þar var hann öllu mildari í afstöðu sinni og fordæmdi ofbeldi og kynþáttahatur. Trump lýsti því einnig yfir á mánudag að sérstök rannsókn yrði gerð á morði Heyer. Nú hefur Bro hins vegar þvertekið fyrir að tala við forsetann. „Þú getur ekki skolað þessu í burtu með því að taka í höndina á mér og segja fyrirgefðu,“ sagði Bro. Heather Heyer lést í Charlottesville um helgina þegar ökumaður, sem talinn er aðhyllast hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna, ók á hóp gagnmótmælenda í bænum. Hún var 32 ára. Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Móðir Heather Heyer, konunnar sem lést er bíl var ekið á hana í óeirðunum í Virginíu um síðustu helgi, segist ekki ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag, þar sem hann kenndi bæði þjóðernissinnum og gagnmótmælundum um átökin. Fréttamaður ABC-fréttastofunnar vakti máls á því við Susan Bro, móður Heyer, í viðtali í dag að Trump hygðist setja sig beint í samband við hana vegna fráfalls dóttur hennar um helgina. „Ertu búin að ræða við hann beint?“ spurði fréttamaðurinn. „Ég hef ekki gert það og mun nú ekki gera það,“ svaraði Bro. „Fyrst missti ég af símtölum hans, fyrsta símtalið barst á meðan jarðarförinni stóð. Ég sá ekki einu sinni þau skilaboð og svo voru þrjú örvæntingarfull skilaboð í viðbót frá fjölmiðlafulltrúum yfir daginn og ég vissi ekki af hverju.“ Bro sagðist ekki hafa getað svarað forsetanum vegna anna í kringum jarðarför dóttur sinnar. Hún hafi heldur ekki horft á fréttir fyrr en í gærkvöldi, á fimmtudagskvöld. „Og ég ætla ekki að tala við forsetann núna, fyrirgefið mér,“ sagði Bro en ummæli hennar má hlusta á hér að neðan.Q: Have you talked to President Trump directly yet?Heather Heyer's mom, Susan Bro: "I have not, and now I will not." (via ABC) pic.twitter.com/GKqkC4j5ov— Kyle Griffin (@kylegriffin1) August 18, 2017 Hafði áður þakkað forsetanum fyrir yfirlýsingu sínaÁstæðuna sagði Bro vera yfirlýsingar Trump á blaðamannafundi sem haldinn var á þriðjudag. Bro sagðist hafa séð myndskeið frá blaðamannafundinum en þar sagði Trump að báðum fylkingum, hvítum þjóðernissinnum og gagnmótmælendum, hefði verið um að kenna í átökunum sem brutust út í Charlottesville um helgina.Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum vegna andláts Heather Heyer í Virginíu um helgina. Hér heldur mótmælandi á skilti með mynd af Heyer.Vísir/AFP„Þar gerði hann mótmælendur, „eins og ungfrú Heyer,“ jafngilda KKK-samtökunum og hvítum þjóðernissinnum,“ sagði Bro og vitnaði beint í forsetann. Bro hafði áður þakkað forsetanum, óbeint, fyrir yfirlýsingu sína á mánudag. Þar var hann öllu mildari í afstöðu sinni og fordæmdi ofbeldi og kynþáttahatur. Trump lýsti því einnig yfir á mánudag að sérstök rannsókn yrði gerð á morði Heyer. Nú hefur Bro hins vegar þvertekið fyrir að tala við forsetann. „Þú getur ekki skolað þessu í burtu með því að taka í höndina á mér og segja fyrirgefðu,“ sagði Bro. Heather Heyer lést í Charlottesville um helgina þegar ökumaður, sem talinn er aðhyllast hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna, ók á hóp gagnmótmælenda í bænum. Hún var 32 ára.
Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Forsetinn virtist lýsa yfir velþóknun sinni á fjöldamorði sem hefði verið stríðsglæpur, ef það hefði átt sér stað. 18. ágúst 2017 08:03
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Tímarit gagnrýna Trump á forsíðum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni síðustu daga vegna ummæla sína um mótmælagöngur í Charlottesville um síðustu helgi. 18. ágúst 2017 11:15
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00