Trump vitnaði til ímyndaðs fjöldamorðs á múslimum eftir Barselóna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 08:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust. Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísaði til ímyndaðs fjöldamorðs Bandarísks hershöfðingja á múslimum í Filippseyjum í kjölfar árásarinnar í Barselóna í gær. Samkvæmt mýtunni barðist hershöfðinginn gegn íslamistum með því að nota svínsblóð í fjöldamorði. „Kynnið ykkur hvað Pershing, hershöfðingi Bandaríkjanna, gerði við hryðjuverkamenn sem voru gómaðir. Þar voru engin hryðjuverk íslamista í 35 ár!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Study what General Pershing of the United States did to terrorists when caught. There was no more Radical Islamic Terror for 35 years!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017 Hvíta húsið vildi ekki útskýra nánar til hvers forsetinn var að vísa til. Trump hefur hins vegar áður vísað til sögusagnar um hershöfðingjann John J. Pershing. Pershing, sem barðist gegn íslamistum í Filippseyjum í byrjun síðustu aldar er sagður hafa safnað saman 50 hryðjuverkamönnum. Þá á hann að hafa skipað mönnum sínum að skjóta 49 þeirra í höfuðið með byssukúlum sem búið var að dífa í svínablóð. Þessum eina sem ekki var skotinn á að hafa verið sagt að segja fólki sínu hvað gerðist. Samkvæmt trúarsetningu múslima eru svín óhrein dýr og er múslimum alfarið meinað að borða kjöt þeirra. Samkvæmt sögusögnunum um Pershing átti þetta að koma í veg fyrir að hryðjuverkamennirnir kæmust til himnaríkis.Vill hafa staðreyndir á hreinu Sagnfræðingar og aðrir sérfræðingar segja þó að ekkert sé til í þessum sögusögnum um Pershing. Ýmsar útgáfur af sögunni hafa verið í dreifingu í Bandaríkjunum frá árásinni á Tvíburaturnana í New York 2001. Í frétt BBC er bent á kaldhæðnina í því að Trump vísi til sögusagna sem hafi fyrir löngu verið afsannaðar í sömu viku og hann sagðist ekki tjá sig um hryðjuverk án þess að hafa kynnt sér allar staðreyndirnar. Þá var hann að tala um árásina í Charlottesville þar sem maður ók inn í hóp fólks um síðustu helgi. Ein kona dó og fjölmargir særðust.
Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“