Arsenal í bikarúrslit í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 16:30 Það verður nágrannaslagur af bestu gerð í úrslitum enska bikarsins en þetta varð ljóst eftir 2-1 sigur Arsenal gegn Manchester City í seinni undanúrslitaleiknum á Wembley sem lauk rétt í þessu. Framlengja þurfti til að útkljá leikinn og þar skoraði Alexis Sanchez sigurmarkið. Var þetta síðasti möguleiki beggja liða til að vinna titil á þessu tímabili og tefldu báðir knattspyrnustjórarnir fram sínum sterkustu liðum en Manchester City var í fyrsta sinn í stjóratíð Guardiola með óbreytt lið frá síðasta leik. Manchester City var sterkari aðilinn framan af en mörk voru tekin af báðum liðum í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þegar leikmenn gengu inn til búningsklefanna. Á 62. mínútu leiksins braut Sergio Agüero ísinn fyrir Manchester City þegar hann fékk langa sendingu inn fyrir vörnina og lyfti boltanum yfir Petr Cech í markinu sem hikaði örlítið í úthlaupinu og lét Aguero ekki bjóða sér það tvisvar. Það tók Arsenal aðeins tíu mínútur að svara en jöfnunarmarkið kom úr ólíklegri átt. Var þar að verki Nacho Monreal þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið með hægri fæti af stuttu færi. Lærisveinar Pep Guardiola áttu í tvígang tilraunir í markramman undir lok leiksins en hvorugu liði tókst að bæta við marki og þurfti því að framlengja. Þar kom eina mark leiksins á 110. mínútu þegar Sanchez skoraði af stuttu færi er boltinn féll fyrir fætur hans í vítateignum eftir skalla Laurent Koscielny. Stýrði hann boltanum í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir landa hans Claudio Bravo í marki Manchester City. Manchester City virtist engin svör eiga við þessu marki þar sem liðinu gekk illa að skapa sér færi í seinni hluta framlengingarinnar. Féll besta færið í skaut Fabian Delph en skot hans fór af varnarmanni og í hliðarnetið. Það verða því Skytturnar sem mæta Chelsea í úrslitum enska bikarsins en þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Arsene Wenger stýrir liðinu sínu til úrslita í enska bikarnum og hefur hann unnið í síðustu tvö skipti.16:32 City skapaði sér varla færi eftir þetta og það er Arsenal sem fer á Wembley og mætir nágrönnum sínum í Chelsea í úrslitum enska bikarsins. Mark Sanchez dugar þeim til sigurs.16:22 City sækir með þrjá á tvo varnarmenn með De Bruyne, Sane og Delph, De Bruyne sendir á Delph þótt að Sane sé í betra færi og varnarmaður Arsenal nær að komast fyrir skotið sem fer í hliðarnetið.16:15 Áhugavert, Pep Guardiola tekur varamanninn Raheem Sterling af velli til að setja Kelechi Iheanacho inn á en þetta er fjórða skipting City í leiknum. Fyrsta sinn sem reglan um auka varamann í framlengingu er notuð.16:15 Arsenal nálægt því að bæta við en skallinn fer rétt framhjá! Um leið flautar dómari leiksins til hálfleiks í framlengingunni. Arsenal aðeins fimmtán mínútum frá sæti í úrslitunum.16:07 Sanchez kemur Arsenal yfir! Eftir hornspyrnu fellur boltinn fyrir Sanchez inn í vítateig Manchester City og hann skorar af stuttu færi.16:03 Óvænt tilraun! Hornspyrna Arsenal ratar beint á kollinn á Rob Holding sem skallar rétt yfir af stuttu færi. Þarna gat hann gert betur og þurfti að gera betur.15:50 Það er framlengt á Wembley! Bæði liðin aðeins búin með eina skiptingu svo það ætti að vera möguleiki á ferskum fótum hér.15:47 Stefnir í framlengingu hér á Wembley. Þremur mínútum bætt við, leikurinn er búinn að opnast á síðustu fimmtán mínútum og það er ekki útilokað að hér bíði sigurmark.15:43 Welbeck sem kom inn sem varamaður fyrir nokkrum mínútum nálægt því að stela sigrinum. Fær boltann við hliðarlínuna, leikur á varnarmann og keyrir inn að marki en skotið fer rétt framhjá markinu.15:40 Og núna er það sláin sem bjargar Arsenal-mönnum! Fernandinho skallar í slánna af meters færi. Arsenal-menn stálheppnir þarna.15:36 Cech bjargar Arsenal! Boltinn fellur fyrir Yaya Toure við vítateigslínuna en Cech nær að blaka skoti hans í stöngina og þaðan hreinsa Arsenal menn.15:30 Jöfnunarmark komið og það er úr ólíklegri átt! Chamberlain með fyrirgjöf þar sem hinn vængbakvörðurinn, Nacho Monreal, kemur á siglingu og leggur boltann í netið með hægri. 15:21 Loksins sést til Özil! Hann reynir að leggja boltann í fjærhornið af stuttu færi en það fer rétt framhjá.15:19 Agueroo kemur Manchester City yfir! Frábær sending inn fyrir vörnina frá Yaya Toure sem vann boltann við eigin vítateig og sá argentínski nýtir sér hik hjá Petr Cech og lyftir boltanum yfir hann og í netið.15:10 Bravo rennur! Markvörðurinn rennur en nær að hreinsa á síðustu stundu áður en Arsenal refsar. Sá síleski í markinu ekkert að fylla stuðningsmenn Manchester City af sjálfstrausti.14:45 Markalaust í hálfleik, ekki sömu flugeldar og í gær en það hafa verið skemmtilegir kaflar inn á milli. Manchester City er búið að vera líklegra en Arsenal komst betur og betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn.14:40 Nú er það Manchester City sem kemur boltanum í netið en markið dæmt af! Boltinn virðist fara útaf vellinum er fyrirgjöfin kom inn í teiginn. Aguero og Sterling komu báðir boltanum yfir línuna en dómarinn gefur til kynna að boltinn hafi farið útaf á leiðinni inn í teiginn.14:20 Koscielny kemur boltanum í netið en markið er dæmt af. Stuttu síðar gerir Raheem Sterling sig klárann en hann er að koma inn fyrir David Silva.14:15 Silva sýnir að stærðin skiptir ekki öllu máli! Fyrirgjöf sem hann rís upp og skallar í átt að markinu en Cech blakar boltanum yfir. Manchester City farið að banka á dyrnar.14:10 Manchester City er meira með boltann í upphafi leiks, nú rétt áðan hreinsaði Koscielny á síðustu stundu áður en Agüero komst í boltann er upp úr horninu átti Kompany skalla framhjá.14:00 Þá hefjum við leik! Bæði liðin leika í aðalbúningum sínum hér í dag.Fyrir leik: Arsenal teflir aftur fram 3-5-2 kerfinu með Rob Holding í miðverðinum ásamt Koscielny og Gabriel. Chamberlain er í hægri vængbakverði og Özil og Sanchez eru Giroud til aðstoðar í fremstu víglínu.Fyrir leik: Guardiola teflir fram sama byrjunarliði í fyrsta sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City í 50. leik sínum sem knattspyrnustjóri liðsins. Gabriel Jesus er hvergi sjáanlegur á leikskýrslu en það voru orðrómar um að hann yrði klár í slaginn. Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Arsenal og Manchester City í seinni undanúrslitaleik enska bikarsins. Sigurvegari dagsins mætir Chelsea í úrslitunum þann 27. maí næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Það verður nágrannaslagur af bestu gerð í úrslitum enska bikarsins en þetta varð ljóst eftir 2-1 sigur Arsenal gegn Manchester City í seinni undanúrslitaleiknum á Wembley sem lauk rétt í þessu. Framlengja þurfti til að útkljá leikinn og þar skoraði Alexis Sanchez sigurmarkið. Var þetta síðasti möguleiki beggja liða til að vinna titil á þessu tímabili og tefldu báðir knattspyrnustjórarnir fram sínum sterkustu liðum en Manchester City var í fyrsta sinn í stjóratíð Guardiola með óbreytt lið frá síðasta leik. Manchester City var sterkari aðilinn framan af en mörk voru tekin af báðum liðum í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þegar leikmenn gengu inn til búningsklefanna. Á 62. mínútu leiksins braut Sergio Agüero ísinn fyrir Manchester City þegar hann fékk langa sendingu inn fyrir vörnina og lyfti boltanum yfir Petr Cech í markinu sem hikaði örlítið í úthlaupinu og lét Aguero ekki bjóða sér það tvisvar. Það tók Arsenal aðeins tíu mínútur að svara en jöfnunarmarkið kom úr ólíklegri átt. Var þar að verki Nacho Monreal þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið með hægri fæti af stuttu færi. Lærisveinar Pep Guardiola áttu í tvígang tilraunir í markramman undir lok leiksins en hvorugu liði tókst að bæta við marki og þurfti því að framlengja. Þar kom eina mark leiksins á 110. mínútu þegar Sanchez skoraði af stuttu færi er boltinn féll fyrir fætur hans í vítateignum eftir skalla Laurent Koscielny. Stýrði hann boltanum í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir landa hans Claudio Bravo í marki Manchester City. Manchester City virtist engin svör eiga við þessu marki þar sem liðinu gekk illa að skapa sér færi í seinni hluta framlengingarinnar. Féll besta færið í skaut Fabian Delph en skot hans fór af varnarmanni og í hliðarnetið. Það verða því Skytturnar sem mæta Chelsea í úrslitum enska bikarsins en þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Arsene Wenger stýrir liðinu sínu til úrslita í enska bikarnum og hefur hann unnið í síðustu tvö skipti.16:32 City skapaði sér varla færi eftir þetta og það er Arsenal sem fer á Wembley og mætir nágrönnum sínum í Chelsea í úrslitum enska bikarsins. Mark Sanchez dugar þeim til sigurs.16:22 City sækir með þrjá á tvo varnarmenn með De Bruyne, Sane og Delph, De Bruyne sendir á Delph þótt að Sane sé í betra færi og varnarmaður Arsenal nær að komast fyrir skotið sem fer í hliðarnetið.16:15 Áhugavert, Pep Guardiola tekur varamanninn Raheem Sterling af velli til að setja Kelechi Iheanacho inn á en þetta er fjórða skipting City í leiknum. Fyrsta sinn sem reglan um auka varamann í framlengingu er notuð.16:15 Arsenal nálægt því að bæta við en skallinn fer rétt framhjá! Um leið flautar dómari leiksins til hálfleiks í framlengingunni. Arsenal aðeins fimmtán mínútum frá sæti í úrslitunum.16:07 Sanchez kemur Arsenal yfir! Eftir hornspyrnu fellur boltinn fyrir Sanchez inn í vítateig Manchester City og hann skorar af stuttu færi.16:03 Óvænt tilraun! Hornspyrna Arsenal ratar beint á kollinn á Rob Holding sem skallar rétt yfir af stuttu færi. Þarna gat hann gert betur og þurfti að gera betur.15:50 Það er framlengt á Wembley! Bæði liðin aðeins búin með eina skiptingu svo það ætti að vera möguleiki á ferskum fótum hér.15:47 Stefnir í framlengingu hér á Wembley. Þremur mínútum bætt við, leikurinn er búinn að opnast á síðustu fimmtán mínútum og það er ekki útilokað að hér bíði sigurmark.15:43 Welbeck sem kom inn sem varamaður fyrir nokkrum mínútum nálægt því að stela sigrinum. Fær boltann við hliðarlínuna, leikur á varnarmann og keyrir inn að marki en skotið fer rétt framhjá markinu.15:40 Og núna er það sláin sem bjargar Arsenal-mönnum! Fernandinho skallar í slánna af meters færi. Arsenal-menn stálheppnir þarna.15:36 Cech bjargar Arsenal! Boltinn fellur fyrir Yaya Toure við vítateigslínuna en Cech nær að blaka skoti hans í stöngina og þaðan hreinsa Arsenal menn.15:30 Jöfnunarmark komið og það er úr ólíklegri átt! Chamberlain með fyrirgjöf þar sem hinn vængbakvörðurinn, Nacho Monreal, kemur á siglingu og leggur boltann í netið með hægri. 15:21 Loksins sést til Özil! Hann reynir að leggja boltann í fjærhornið af stuttu færi en það fer rétt framhjá.15:19 Agueroo kemur Manchester City yfir! Frábær sending inn fyrir vörnina frá Yaya Toure sem vann boltann við eigin vítateig og sá argentínski nýtir sér hik hjá Petr Cech og lyftir boltanum yfir hann og í netið.15:10 Bravo rennur! Markvörðurinn rennur en nær að hreinsa á síðustu stundu áður en Arsenal refsar. Sá síleski í markinu ekkert að fylla stuðningsmenn Manchester City af sjálfstrausti.14:45 Markalaust í hálfleik, ekki sömu flugeldar og í gær en það hafa verið skemmtilegir kaflar inn á milli. Manchester City er búið að vera líklegra en Arsenal komst betur og betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn.14:40 Nú er það Manchester City sem kemur boltanum í netið en markið dæmt af! Boltinn virðist fara útaf vellinum er fyrirgjöfin kom inn í teiginn. Aguero og Sterling komu báðir boltanum yfir línuna en dómarinn gefur til kynna að boltinn hafi farið útaf á leiðinni inn í teiginn.14:20 Koscielny kemur boltanum í netið en markið er dæmt af. Stuttu síðar gerir Raheem Sterling sig klárann en hann er að koma inn fyrir David Silva.14:15 Silva sýnir að stærðin skiptir ekki öllu máli! Fyrirgjöf sem hann rís upp og skallar í átt að markinu en Cech blakar boltanum yfir. Manchester City farið að banka á dyrnar.14:10 Manchester City er meira með boltann í upphafi leiks, nú rétt áðan hreinsaði Koscielny á síðustu stundu áður en Agüero komst í boltann er upp úr horninu átti Kompany skalla framhjá.14:00 Þá hefjum við leik! Bæði liðin leika í aðalbúningum sínum hér í dag.Fyrir leik: Arsenal teflir aftur fram 3-5-2 kerfinu með Rob Holding í miðverðinum ásamt Koscielny og Gabriel. Chamberlain er í hægri vængbakverði og Özil og Sanchez eru Giroud til aðstoðar í fremstu víglínu.Fyrir leik: Guardiola teflir fram sama byrjunarliði í fyrsta sinn sem knattspyrnustjóri Manchester City í 50. leik sínum sem knattspyrnustjóri liðsins. Gabriel Jesus er hvergi sjáanlegur á leikskýrslu en það voru orðrómar um að hann yrði klár í slaginn. Fyrir leik: Góðan daginn og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Arsenal og Manchester City í seinni undanúrslitaleik enska bikarsins. Sigurvegari dagsins mætir Chelsea í úrslitunum þann 27. maí næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn