Stóri Sam fylgdist með úr stúkunni þegar Everton valtaði yfir West Ham, 4-0, í gær. Hann stýrir Everton í fyrsta sinn gegn Huddersfield á laugardaginn.
Allardyce skrifaði undir samning sem gildir til júní 2019.
Stóri Sam er gríðarlega reyndur í faginu en hann hefur þjálfað síðan 1991. Hann var lengst af stjóri Bolton Wanderers.
David Unsworth hefur stýrt Everton í undanförnum leikjum, eða frá því Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn í síðasta mánuði.
Stóri Sam var síðast við stjórnvölinn hjá Crystal Palace.
| #EFC can confirm the appointment of Sam Allardyce as the Club's new manager on a deal until June 2019. pic.twitter.com/fa9cjsE0HN
— Everton (@Everton) November 30, 2017