Enski boltinn

Gylfi talar um heppni, jákvæðni og sex stig í viðtali við Sky Sports

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson talaði fyrir hönd liðsfélaga sinna í viðtali á Sky Sports fyrir leik Everton og West Ham á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Blaðamaður Sky Sports slær því síðan upp að Gylfi vilji sjá liðið snúa við slæmu gengi sínu að undanförnu og það sé gott tækifæri til þess í þessari viku þar sem liðið á tvo heimaleiki.

„Allir leikmenn liðsins eru staðráðnir í að snúa genginu við,“ sagði Gylfi í viðtalinu.

„Við þurfum smá heppni. Við komust aftur inn í síðasta leik en þurfum að tryggja það að við nýtum okkur betur þegar við lendum í svoleiðis stöðu,“ sagði Gylfi.

„Það jákvæða í stöðunni er að við að fáum tvo leiki í þessari viku. Við verðum að mæta með jákvæðnina að vopni inn í næsta leik og reyna að fá eitthvað út úr honum,“ sagði Gylfi.

„Það eru mjög mikilvægir leikir framundan. Við erum að spila þá báða á heimavelli og þurftum sex stig,“ sagði Gylfi en það má sjá viðtalið við hann hér.


Tengdar fréttir

Draumamark Gylfa í miðri martröð Everton

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark fyri Everton gegn Southampton í gær. Það dugði skammt því að stjóralaust lið Everton tapaði 4-1 og er í vondum málum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×