Enski boltinn

Rikki G skríkti þegar Rooney skoraði frá miðju | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skoraði þrennu í 4-0 sigri Everton á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var bara stjórinn David Unsworth á hliðarlínunni sem missti sig þegar Rooney innsiglaði þrennuna.

Rooney skoraði þriðja markið sitt með ótrúlegu skoti fyrir aftan miðju en þetta var fyrsta þrennan hans í ensku úrvalsdeildinni í 2272 daga eða frá því í september 2011.

Ríkharð Óskar Guðnason lýsti leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og lýsing hans á þriðja marki Rooney var eftirminnilega í meira lagi.

Rikki G eins og við þekkjum hann hreinlega skríkti þegar Rooney nýtti sér klaufaskap gamla liðsfélaga síns úr enska landsliðinu en Joe Hart, markvörður West Ham, átti þarna misheppnaða hreinsun.

Rooney tók hann viðstöðulaust, fyrir aftan miðju og fyrir bæði Joe Hart og varnarmenn hans.

Rooney á það nú sameiginlegt með Gylfa okkar Sigurðssyni að sýna það og sanna inn á vellinum hvað hann er bæði fljótur að hugsa og skotviss. Gylfi skoraði eftirminnilegt mark rétt innan miðju á móti Hadjuk Split í Evrópudeildinni í haust.

Það verða allir að hlusta á lýsingu Rikka G og það er líka í fínu lagi að horfa á þetta magnaða mark mörgum sinnum. Markið og lýsing Rikka er í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×