Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Róhingjabarn að leik í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira