Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Róhingjabarn að leik í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira