Hafði áður ráðist á konu sína og barn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, huggar bæjarbúa á kertavöku þar sem fórnarlambanna var minnst. vísir/afp Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28