„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:24 Donald Trump flutti ræðu í suður-kóreskum þingsal í nótt. Skjáskot Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu. Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu.
Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30