Versti pabbi ársins kominn í bann hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 11:00 Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær. Vísir/Getty Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32
Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00