Versti pabbi ársins kominn í bann hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 11:00 Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær. Vísir/Getty Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32
Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00