Odinga fer ekki aftur í forsetaframboð í Keníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Raila Odinga vill að hætt sé við forsetakosningarnar. vísir/afp Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga verður ekki á kjörseðlinum þegar Keníumenn ganga til kosninga síðar í mánuðinum. Odinga laut í lægra haldi fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í ágúst. Fékk Kenyatta 54 prósent atkvæða en Odinga 45 prósent. Þar sem þær kosningar voru dæmdar ólöglegar stóð til að kjósa aftur þann 26. október næstkomandi. Í tilkynningu frá flokki Odinga kemur fram að vegna ákvörðunar hans kveði reglur á um að það þurfi að hætta við kosningarnar. Það muni gefa óháðum aðilum nægan tíma til þess að leggjast í umbætur á kosningakerfinu svo hægt sé að halda sanngjarnar og löglegar kosningar. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar frá því í ágúst voru ógildu kosningarnar ógagnsæjar og niðurstöðurnar ósannreynanlegar. „Eftir að hafa skoðað stöðu okkar vandlega með tilliti til væntanlegra kosninga teljum við að það þjóni hagsmunum Keníumanna best að flokkurinn dragi forsetaframboð sitt til baka,“ sagði Odinga á blaðamannafundi. Sitjandi ríkisstjórn Keníu heldur því hins vegar fram að kosningar geti farið fram þann 26. október og sigurvegari þeirra verði svo svarinn inn í embætti. Odinga heldur því fram að enginn raunverulegur vilji sé til úrbóta á meðal stjórnarliða. Odinga kallaði eftir mótmælum í gær. Studdist hann við slagorðið „Engar umbætur = engar kosningar“. Hann, sem og flokkabandalagið sem hann er í forsvari fyrir, hafði áður sagt að ekkert yrði af framboði Odinga nema í umbætur yrði ráðist. Strax í kjölfar kosninga ágústmánaðar krafðist Odinga þess að niðurstöður kosninganna yrðu ógiltar. Hann sagðist jafnframt hafa grun um að brögð væru í tafli strax á kjördag. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar mátu kosningarnar hins vegar löglegar áður en hæstiréttur ógilti niðurstöðu þeirra. Eftirlitsaðilar á vegum Evrópusambandsins sögðu þær til að mynda rétt framkvæmdar þótt fjöldi ógildra kjörseðla væri áhyggjuefni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38 Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar Nýjar forsetakosningar þurfa að fara fram í landinu innan sextíu daga. 1. september 2017 09:38
Ellefu látnir í óeirðum eftir kosningarnar í Kenía Blóðugar óeirðir hafa geisað í Kenía eftir umdeildar forsetakosningar í vikunni. Lögreglumenn skutu ellefu manns til bana í nótt. 12. ágúst 2017 13:46