Erlent

Hæstiréttur í Kenía ógildir forsetakosningarnar

Atli Ísleifsson skrifar
Uhuru Kenyatta hefur gegnt embætti forseta landsins  frá 2013.
Uhuru Kenyatta hefur gegnt embætti forseta landsins frá 2013. Vísir/AFP
Hæstiréttur í Kenía hefur ógilt forsetakosningarnar sem fram fóru í landinu í síðasta mánuði. Uhuru Kenyatta vann þar sigur en hann hefur gegnt embættinu frá 2013.

Úrskurðurinn er talinn mikill sigur fyrir stjórnarandstöðuna í landinu, en samkvæmt dómnum þurfa nýjar forsetakosningar að fara fram innan sextíu daga.

Í úrskurði Hæstiréttar landsins segir að ekki sé talið að kerfisbundið kosningasvindl hafi átt sér stað, heldur er landskjörstjórn talin hafa mistekist að halda kosningarnar í samræmi við ákvæði stjórnarskrá landsins.

Stjórnarandstæaðan hélt því fram að brotist hafi verið inn í tölvukerfi kjörstjórnar til að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Kjörstjórn sagði Kenyatta hafa unnið sigur með því að hljóta 1,4 milljón fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi.

Í frétt BBC kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Afríku þar sem forsetakosningar eru ógiltar.


Tengdar fréttir

Engar vísbendingar um svik í kosningunum í Kenía

Yfirmaður kosningaeftirlitsnefndar ESB segir engin merki um að úrslitum forsetakosninganna í Kenía hafi verið hagrætt eins og frambjóðandi stjórnarandstöðunnar heldur fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×