Turnarnir tveir á toppnum Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2017 07:00 Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins á Stamford Bridge á laugardaginn. Hann hljóp beint til stuðningsmanna Manchester City og fagnaði gríðarlega með liðsfélögum sínum. vísir/getty Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Stamford Bridge í Lundúnum. Þar tóku Englandsmeistarar Chelsea á móti Manchester City í hörkuleik en hvorugt liðið gaf mikið færi á sér. Það mátti sannarlega búast við því að ekki yrðu skoruð mörg mörk í leiknum og sú varð raunin. Belginn Kevin de Bruyne skoraði sigurmark City með þrumuskoti eftir undirbúning frá Gabriel Jesus. Markið kom rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og náðu leikmenn Chelsea ekki að jafna metin. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna leikinn,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leikinn á laugardaginn. „En hvernig við spiluðum, sérstaklega í seinni hálfleiknum, við vorum frábærir. Grimmir og leyfðum þeim ekki að spila boltanum. Kevin [de Bruyne] var frábær í dag, við erum mjög ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Guardiola. Everton er miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni og hafa leikmenn liðsins alls ekki fundið fjölina í fyrstu sjö umferðunum. Everton tapaði fyrir Burnley á heimavelli í gær og situr liðið í 16. sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk og fengið á sig tólf. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton og náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan Romelu Lukaku, fyrrverandi leikmaður Everton, skorar og og skorar fyrir Manchester United þá virðist Everton ekki getað keypt sér mark. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, á mikið verk óunnið að koma liðinu á beinu brautina en hann eyddi gríðarlega miklum fjármunum á leikmannamarkaðnum í sumar. Koeman fékk Wayne Rooney, Gylfa Þór Sigurðsson, Michael Keane, Jordan Pickford og Davy Klaassen til liðsins í sumar og missti Romelu Lukaku til Manchester United. Það er því farið að hitna vel undir stjóranum og pressan orðin gríðarleg. Stuðningsmenn Everton létu leikmenn liðsins heldur betur heyra það í leikslok í gær. „Ég get ekki kvartað yfir viðbrögðum stuðningsmanna okkar. Það eru allir mjög ósáttir við gengi liðsins en stuðningsmennirnir geta ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna, því þeir eru allir að leggja sig fram,“ sagði stjórinn eftir tapið í gær. Aðeins Swansea og Crystal Palace hafa skorað færri mörk en Everton í deildinni. „Ég er með góðan leikmannahóp í höndunum og lausnin hjá okkur er að menn leggi sig eins mikið fram og við sáum í dag. Einnig þurfa menn að fara spila aðeins betur og svo þurfum við kannski smá heppni með okkur.“ Manchester United valtaði yfir Crystal Palace, 4-0, á Old Trafford og eru bæði Manchester-liðin að skora og skora í deildinni. Stuðningsmenn Manchester United hafa sumir ekki verið neitt sérstaklega hrifnir af Marouane Fellaini en miðjumaðurinn náði eflaust að snúa þeim mörgum um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í leiknum. „Allir knattspyrnustjórar eru mismunandi. Stundum líkar okkur við leikmenn sem öðrum líkar ekki við, sumir leikmenn spila betur undir sumum stjórum en öðrum,“ sagði Jose Mourinho eftir leikinn á laugardaginn. „Marouane hefur mikilvæga eiginleika sem ég reyni að nýta mér. Hann hefur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og framherji, hann lagar sig að því hlutverki sem liðið þarfnast. Hann hefur mikið stolt. Ég er mjög ánægður með að hafa hjálpað honum að ná á þann stað sem hann er og að hafa breytt því hvernig stuðningsmennirnir sjá hann,“ sagði Mourinho. Manchester City hefur skorað 22 mörk í deildinni og aðeins fengið á sig tvö mörk. Manchester United hefur skorað 21 mark og einnig aðeins fengið á sig tvö mörk. „Þessi stóru lið hafa svo rosaleg gæði fram á við og misnota mjög sjaldan góð færi,“ sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace en liðið hefur ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. „Það var stefnan að ná einhverju út úr þessum leik en það gekk ekki eftir. Undanfarnar þrjár vikur hafa verið betri hjá okkur en ég held að við þurfum svo sannarlega á þessari landsleikjapásu að halda. Næsti leikur okkar í deildinni er gegn Chelsea, svo þetta verður ekkert auðveldara fyrir okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Stamford Bridge í Lundúnum. Þar tóku Englandsmeistarar Chelsea á móti Manchester City í hörkuleik en hvorugt liðið gaf mikið færi á sér. Það mátti sannarlega búast við því að ekki yrðu skoruð mörg mörk í leiknum og sú varð raunin. Belginn Kevin de Bruyne skoraði sigurmark City með þrumuskoti eftir undirbúning frá Gabriel Jesus. Markið kom rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og náðu leikmenn Chelsea ekki að jafna metin. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna leikinn,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leikinn á laugardaginn. „En hvernig við spiluðum, sérstaklega í seinni hálfleiknum, við vorum frábærir. Grimmir og leyfðum þeim ekki að spila boltanum. Kevin [de Bruyne] var frábær í dag, við erum mjög ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Guardiola. Everton er miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni og hafa leikmenn liðsins alls ekki fundið fjölina í fyrstu sjö umferðunum. Everton tapaði fyrir Burnley á heimavelli í gær og situr liðið í 16. sæti deildarinnar með aðeins sjö stig. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk og fengið á sig tólf. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton og náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn. Á meðan Romelu Lukaku, fyrrverandi leikmaður Everton, skorar og og skorar fyrir Manchester United þá virðist Everton ekki getað keypt sér mark. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, á mikið verk óunnið að koma liðinu á beinu brautina en hann eyddi gríðarlega miklum fjármunum á leikmannamarkaðnum í sumar. Koeman fékk Wayne Rooney, Gylfa Þór Sigurðsson, Michael Keane, Jordan Pickford og Davy Klaassen til liðsins í sumar og missti Romelu Lukaku til Manchester United. Það er því farið að hitna vel undir stjóranum og pressan orðin gríðarleg. Stuðningsmenn Everton létu leikmenn liðsins heldur betur heyra það í leikslok í gær. „Ég get ekki kvartað yfir viðbrögðum stuðningsmanna okkar. Það eru allir mjög ósáttir við gengi liðsins en stuðningsmennirnir geta ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna, því þeir eru allir að leggja sig fram,“ sagði stjórinn eftir tapið í gær. Aðeins Swansea og Crystal Palace hafa skorað færri mörk en Everton í deildinni. „Ég er með góðan leikmannahóp í höndunum og lausnin hjá okkur er að menn leggi sig eins mikið fram og við sáum í dag. Einnig þurfa menn að fara spila aðeins betur og svo þurfum við kannski smá heppni með okkur.“ Manchester United valtaði yfir Crystal Palace, 4-0, á Old Trafford og eru bæði Manchester-liðin að skora og skora í deildinni. Stuðningsmenn Manchester United hafa sumir ekki verið neitt sérstaklega hrifnir af Marouane Fellaini en miðjumaðurinn náði eflaust að snúa þeim mörgum um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í leiknum. „Allir knattspyrnustjórar eru mismunandi. Stundum líkar okkur við leikmenn sem öðrum líkar ekki við, sumir leikmenn spila betur undir sumum stjórum en öðrum,“ sagði Jose Mourinho eftir leikinn á laugardaginn. „Marouane hefur mikilvæga eiginleika sem ég reyni að nýta mér. Hann hefur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og framherji, hann lagar sig að því hlutverki sem liðið þarfnast. Hann hefur mikið stolt. Ég er mjög ánægður með að hafa hjálpað honum að ná á þann stað sem hann er og að hafa breytt því hvernig stuðningsmennirnir sjá hann,“ sagði Mourinho. Manchester City hefur skorað 22 mörk í deildinni og aðeins fengið á sig tvö mörk. Manchester United hefur skorað 21 mark og einnig aðeins fengið á sig tvö mörk. „Þessi stóru lið hafa svo rosaleg gæði fram á við og misnota mjög sjaldan góð færi,“ sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace en liðið hefur ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. „Það var stefnan að ná einhverju út úr þessum leik en það gekk ekki eftir. Undanfarnar þrjár vikur hafa verið betri hjá okkur en ég held að við þurfum svo sannarlega á þessari landsleikjapásu að halda. Næsti leikur okkar í deildinni er gegn Chelsea, svo þetta verður ekkert auðveldara fyrir okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira