Erlent

Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas

Hulda Hólmkelsdóttir, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Mandalay-hótelið er vinstra megin á myndinni. Byssumaðurinn skaut af 32. hæð hótelsins.
Mandalay-hótelið er vinstra megin á myndinni. Byssumaðurinn skaut af 32. hæð hótelsins. Vísir/Getty
58 mann eru látnir og fleiri en fimm hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. Maðurinn, Stephen Paddock skaut á fólkið með hríðskotabyssu af 32. hæð Mandalay-hótelsins. Um 22 þúsund manns voru á svæðinu þegar árásin átti sér stað.

Þetta vitum við um árásina: 

  • 58 manns eru látnir og á sjötta hundrað særðir.
  • Þetta er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.
  • Byssumaðurinn, hinn 64 ára gamli Stephen Paddock, er talinn hafa svipt sig lífi. Hann er einn grunaður um aðild að árásinni.

  • Fjöldi skotvopna fundust á hótelherbergi Paddock.
  • ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en ekki lagt fram neitt sem sannar að árásarmaðurinn hafi verið einn af hermönnum hryðjuverkasamtakanna.
  • Kona sem talin var að hefði verið í fylgd með Paddock er fundin. Hún var ekki með honum á hótelinu og er ekki grunuð um aðild að árásinni.

  • Fimm Íslendingar gista á Mandalay-hótelinu en þá sakaði ekki.
Fylgst er með nýjustu vendingum í málinu hér að neðan í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×