Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 10:49 Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01