Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 10:49 Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01