Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2017 06:37 Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk flýja af vettvangi. Vísir/Getty Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Byssumaður hóf skothríð á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. Samkvæmt talsmanni spítala í borginni eru hið minnsta tveir látnir og 24 særðir, þar af 14 alvarlega. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi fallið og að á þessari stundu sé ekki talið að fleiri hafi verið að verki. Þungvopnaðir lögreglu- og sérsveitarmenn eru enn að störfum á vettvangi, nærri Mandalay Bay-hótelinu á aðalbreiðgötu Las Vegas. Borgaryfirvöld biðla til íbúa og gesta að halda sig frá svæðinu. Fjölmiðlamenn ytra bíða nú eftir blaðamannafundi lögreglunnar sem gert er ráð fyrir að hefjist á hverri stundu.We're investigating reports of an active shooter near/around Mandalay Bay Casino. Asking everyone to please avoid the area. #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) October 2, 2017 Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hundruð tónleikagesta flýja af vettvangi en talið er að rúmlega 30 þúsund manns hafi verið á tónleikasvæðinu í nótt. Í einhverjum myndbandanna hljómar eins og verið sé að skjóta af hríðskotabyssu er segir í frétt BBC. Vitni segja að í fyrstu hafi það hljómað eins og um flugelda væri að ræða. Skömmu síðar hafi fólk áttað sig á alvöru málsins og tók þá við mikil ringulreið. Heimildarmenn Fox telja að skotin hafi komið að ofan og að jafnvel hafi verið skotið á tónleikagesti af þrítugustu hæð hótels í nágrenninu. Þá telja þeir einnig að einn lögregluþjónn hafi særst. Fréttin verður uppfærð þegar nánari fregnir berast. Panic along the strip now. As far as a kilometre away. People told to take cover. Lots of rumours. Hard to tell what's real. pic.twitter.com/lei64yrvYU— Rosa Hwang (@journorosa) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira