Erlent

Ný heyrnartól frá Google þýða íslensku á rauntíma

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá kynningu Google þar sem sjá mátti íslensku á meðal þeirra tungumála sem nýju heyrnartólin ná til.
Frá kynningu Google þar sem sjá mátti íslensku á meðal þeirra tungumála sem nýju heyrnartólin ná til.
Tæknirisinn Google kynnti til leiks Pixel 2 farsímann en á kynningunni voru kynntir til leiks heyrnartólin Pixel Buds sem eiga að geta þýtt talað mál yfir á önnur tungumál á rauntíma.

Er íslenska á meðal þeirra fjörutíu tungumála sem þessi tækni ræður við.

Greint var fyrst frá þessari tækninýjung á vef Northstack, sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af íslenskri frumkvöðlastarfsemi og tækninýjungum.

Á kynningunni mátti sjá tvo einstaklinga ræðast við á ensku og sænsku en samtali við var þýtt á rauntíma með hjálp nýju tækninnar sem styðst við þýðingarforrit Google og er sagt jafnast að einhverju leyti á við það að hafa einkatúlk sér við hlið. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af kynningunni.


Tengdar fréttir

Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli

Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×