Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2017 11:00 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty Vigdís Finnbogadóttir hefur miklar áhyggjur af framtíð íslenskunnar sem tungumáls og segir hún að Íslendingar verði að grípa til aðgerða til þess að vernda tungumál sitt. Vill hún að sérstök áhersla verði lögð á að finna íslenskunni sess í tölvuvæddum heimi. „Annars mun íslenskan enda á ruslahaugi latínunnar,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu Associated Press þar sem fjallað er um þá hættu sem steðjar að íslenskri tungu á tölvuöld. Umfjöllun AP um íslenskuna hefur farið víða og er meðal annars fjallað um hana á vef Washington Post, Mashable, Time og Independent.Rætt er við ýmsa sérfræðinga sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar, þar á meðal Eirík Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem segir rannsóknir benda til þess að börn á máltökualdri hér á landi byggi ekki upp nógu góðan grunn að íslensku fyrir síðari ár. Í umfjöllun AP eru ýmsir þættir nefndir til sögunnar sem þjarma að íslenskunni. Gríðarlegur straumur ferðamanna hingað til lands er meðal annars sagður gera það að verkum að enskan verði æ fyrirferðarmeiri og hefur Eiríkur áhyggjur af því. „Því minna nytsamlegri sem íslenskan verður í daglegu lífi okkar, því nær færumst við því að gefa hana upp á bátinn, segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að vekja athygli á þeim hættum sem steðja að íslenskunni.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla ÍslandsSnjalltækin hafa sín áhrif Eitt af því sem nefnt hefur verið til sögunnar er mikil framþróun í snjalltækjum sem tekið geta á móti skipunum á mæltu máli. Talið er að slík tæki muni vera á hverju heimili innan nokkurra ára og því sé mikilvægt að hægt sé að ræða við tækin á íslensku, fremur en á ensku eða öðru tungumáli. Íslenskan er þó svokallað örtungumál og því ekki víst að stórfyrirtæki sem leiða þróun snjalltækja sjái sér hag í því að leyfa íslenskunni að fljóta með. Í umfjöllun AP segir að samkvæmt lista Multilingual Europe Technology Alliance standi íslenskan höllum fæti varðandi stuðning við hinn stafræna heim. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, óttast að verði ekki brugðist við þessari þróun með afgerandi hætti sé hætta á því að hæft fólk sæki út fyrir landsteinanna til þess að stunda vinnu. „Breskur bær með álíka íbúafjölda og Ísland býr yfir mun færri vísindamönnum og listamönnum. Þeir hafa flutt í stórborgina.“ Sérfræðingar hafa varað við þessari þróun um nokkurn tíma og stefna Samtök atvinnulífsins á það að tryggja tvo milljarða á næstu árum svo efla megi þróun í íslenskri máltækni. Þá virðist bandaríska stórfyrirtækið Amazon sýna íslenskunni mikinn áhuga en fyrirtækið auglýsti nýlega eftir íslenskum málfræðingi til að starfa við þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú eining í aðalhlutverki hjá nýrri þjónustu Amazon, Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku þökk sé Dóru og Karli sem þróuð voru fyrir tilstilli Blindrafélagsins á sínum tíma. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Netflix leitar að íslenskumælandi þýðendum Telurðu þig geta aðstoðað efnisveituna við þýðingar? Taktu prófið. 21. apríl 2017 10:18 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir hefur miklar áhyggjur af framtíð íslenskunnar sem tungumáls og segir hún að Íslendingar verði að grípa til aðgerða til þess að vernda tungumál sitt. Vill hún að sérstök áhersla verði lögð á að finna íslenskunni sess í tölvuvæddum heimi. „Annars mun íslenskan enda á ruslahaugi latínunnar,“ segir Vigdís í samtali við fréttastofu Associated Press þar sem fjallað er um þá hættu sem steðjar að íslenskri tungu á tölvuöld. Umfjöllun AP um íslenskuna hefur farið víða og er meðal annars fjallað um hana á vef Washington Post, Mashable, Time og Independent.Rætt er við ýmsa sérfræðinga sem hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar, þar á meðal Eirík Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem segir rannsóknir benda til þess að börn á máltökualdri hér á landi byggi ekki upp nógu góðan grunn að íslensku fyrir síðari ár. Í umfjöllun AP eru ýmsir þættir nefndir til sögunnar sem þjarma að íslenskunni. Gríðarlegur straumur ferðamanna hingað til lands er meðal annars sagður gera það að verkum að enskan verði æ fyrirferðarmeiri og hefur Eiríkur áhyggjur af því. „Því minna nytsamlegri sem íslenskan verður í daglegu lífi okkar, því nær færumst við því að gefa hana upp á bátinn, segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að vekja athygli á þeim hættum sem steðja að íslenskunni.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla ÍslandsSnjalltækin hafa sín áhrif Eitt af því sem nefnt hefur verið til sögunnar er mikil framþróun í snjalltækjum sem tekið geta á móti skipunum á mæltu máli. Talið er að slík tæki muni vera á hverju heimili innan nokkurra ára og því sé mikilvægt að hægt sé að ræða við tækin á íslensku, fremur en á ensku eða öðru tungumáli. Íslenskan er þó svokallað örtungumál og því ekki víst að stórfyrirtæki sem leiða þróun snjalltækja sjái sér hag í því að leyfa íslenskunni að fljóta með. Í umfjöllun AP segir að samkvæmt lista Multilingual Europe Technology Alliance standi íslenskan höllum fæti varðandi stuðning við hinn stafræna heim. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, óttast að verði ekki brugðist við þessari þróun með afgerandi hætti sé hætta á því að hæft fólk sæki út fyrir landsteinanna til þess að stunda vinnu. „Breskur bær með álíka íbúafjölda og Ísland býr yfir mun færri vísindamönnum og listamönnum. Þeir hafa flutt í stórborgina.“ Sérfræðingar hafa varað við þessari þróun um nokkurn tíma og stefna Samtök atvinnulífsins á það að tryggja tvo milljarða á næstu árum svo efla megi þróun í íslenskri máltækni. Þá virðist bandaríska stórfyrirtækið Amazon sýna íslenskunni mikinn áhuga en fyrirtækið auglýsti nýlega eftir íslenskum málfræðingi til að starfa við þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú eining í aðalhlutverki hjá nýrri þjónustu Amazon, Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku þökk sé Dóru og Karli sem þróuð voru fyrir tilstilli Blindrafélagsins á sínum tíma.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Netflix leitar að íslenskumælandi þýðendum Telurðu þig geta aðstoðað efnisveituna við þýðingar? Taktu prófið. 21. apríl 2017 10:18 Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02
Netflix leitar að íslenskumælandi þýðendum Telurðu þig geta aðstoðað efnisveituna við þýðingar? Taktu prófið. 21. apríl 2017 10:18
Íslenska á tölvuöld: Ryksugur framtíðarinnar gætu talað íslensku Með Amazon Polly eru möguleikarnir nánast endalausir segir sérfræðingur Blindrafélagsins. 6. desember 2016 10:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30