Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:03 Þúsundir trjáa á víð og dreif tóku á móti íbúum höfuðborgarinnar Roseau þegar þeir hættu sér loks út í morgun. Vísir/Getty Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar. Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar.
Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02
"Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30