María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 07:02 María áður en hún gekk á land á Dóminíku. Vísir/AP Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan. Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan.
Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15