Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:03 Þúsundir trjáa á víð og dreif tóku á móti íbúum höfuðborgarinnar Roseau þegar þeir hættu sér loks út í morgun. Vísir/Getty Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar. Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar.
Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02
"Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30