María aftur orðin að meiriháttar fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 13:42 Gríðarlegar hamfarir hafa orðið á Púertó Ríkó af völdum Maríu. Götur San Juan voru stráðar brotnum trjám í morgun. Vísir/AFP Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03
Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00