María aftur orðin að meiriháttar fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 13:42 Gríðarlegar hamfarir hafa orðið á Púertó Ríkó af völdum Maríu. Götur San Juan voru stráðar brotnum trjám í morgun. Vísir/AFP Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03
Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00