Erlent

Rafmagnslaust næstu mánuði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erfitt er að meta umfang eyðileggingarinnar á Púertó Ríkó sem stendur. Þessi gerði þó heiðarlega tilraun til þess í gærkvöldi.
Erfitt er að meta umfang eyðileggingarinnar á Púertó Ríkó sem stendur. Þessi gerði þó heiðarlega tilraun til þess í gærkvöldi. Vísir/Getty
Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuðiSem stendur liggur allt kerfið niðri að sögn ríkisstjóra Púertó Ríkó. Rafmagnsleysið er algjört þessa stundina.Ríkisstjórinn viðurkenni í samtali við CNN að rafveitunetinu hafi verið leyft að drappast niður í efnahagsþrenginum síðustu ára. Það sé „svolítið gamalt, illa hirt og lélegt.“ Orkuver eyjunnar virðast þó vera í ágætis standi þó flutningskerfið sé það ekki.Hann segist eiga erfitt með að meta hvað viðgerðirnar muni taka langan tíma. „Ég óttast að við séum að tala um umfangsmiklar skemmdir. Við erum að tala um mánuði en ekki daga eða vikur.“

Yfirvöld geti ekki áttað sig á stöðunni fyrr en veður leyfir útsýnisflug yfir eyjuna. Ríkisstjórinn segir að hið minnsta einn sé látinn á eyjunni. Erfitt sé þó að meta fjölda látinna þar sem samskiptainnviðirnir séu í lamasessi sem stendur.María olli gríðarlegri eyðileggingu þegar hún gekk yfir eyjarnar Guadeloupe og Martinique í Karíbahafinu í gær. Tugir þúsunda heimila á eyjunum eru án rafmagns og þá er staðfest að að minnsta kosti tveir létust á Guadeloupe.Þá sögðu yfirvöld á Dóminíku, sem var fyrsta eyjan sem varð fyrir barðinu á Maríu, að eyjan væri vönkuð og með öllu einangruð frá umheiminum.

 


Tengdar fréttir

Meira tjón fram undan vegna Mariu

Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.