María aftur orðin að meiriháttar fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 13:42 Gríðarlegar hamfarir hafa orðið á Púertó Ríkó af völdum Maríu. Götur San Juan voru stráðar brotnum trjám í morgun. Vísir/AFP Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03
Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00