Enski boltinn

Guardiola enn fúll út í Lineker

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola var oft boltastrákur á Nývangi, heimavelli Barcelona, á sínum yngri árum.
Pep Guardiola var oft boltastrákur á Nývangi, heimavelli Barcelona, á sínum yngri árum. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var gestur Garys Lineker í þættinum The Premier League Show á BBC.

Lineker lék með Barcelona á árunum 1986-89 en á þeim tíma var Guardiola í La Masia, unglingaakademíu félagsins.

Guardiola var oft boltastrákur á Nývangi, heimavelli Barcelona, og rifjaði í þættinum upp þegar hann bað Lineker um treyjuna hans eftir leiki. Enski framherjinn sagði hins vegar alltaf nei við Guardiola sem átti seinna eftir að spila með og þjálfa Barcelona.

„Ég bað þig um treyjuna en þú gafst mér hana aldrei. Aldrei! Ég get ekki fyrirgefið þér,“ sagði Guardiola í léttum dúr.

Lineker reyndi að afsaka sig með því að leikmönnum Barcelona hafi ekki verið heimilt að gefa treyjuna sína því þeir þyrftu að nota hana aftur, öfugt við það sem tíðkast í dag.

Þetta skemmtilega innslag má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×