Enski boltinn

Aguero meiddist í bílslysi í Amsterdam

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Vísir/Getty
Argentínski framherjinn Sergio Aguero verður væntanlega ekkert með sínum liðum, Manchester City og landsliði Argentínu, á næstunni eftir að skemmtiferð til Hollands endaði illa.

Sergio Aguero lenti í bílslysi í Amsterdam í gærkvöldi og er óttast um að hann sé rifbeinsbrotinn. ESPN segir frá og BBC líka.

Aguero fór á tónleika í Amsterdam í gær en þar kom fram kólumbíski tónlistarmaðurinn Maluma.



Aguero var í leigubíl á leiðinni út á flugvöll þegar bílstjórinn missti stjórn á bílnum og lenti á staur.





Heimildir ESPN segja að Sergio Aguero gæti misst allt frá sex til átta vikum en það er í það minnsta nokkuð ljóst að hann getur ekki spilað með Manchester City á móti Chelsea um helgina eða í mikilvægum leikjum argentínska landsliðsins í undakeppni HM 2018.

Það eru fleiri slæmar fréttir af liði Manchester City enda er bakvörðurinn Benjamin Mendy með slitið krossband.

Manchester City hefur byrjað tímabilið mjög vel og þar hefur Sergio Aguero raðað inn mörkum fyrir liðið.

Hér fyrir neðan má sjá Sergio Aguero með Maluma þar sem hann þakkað fyrir boðið.



 
@maluma . Gracias por la invitación !!

A post shared by Sergio Leonel Agüero (@10aguerosergiokun) on Sep 28, 2017 at 10:49am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×