Enski boltinn

Upphitun: Fyrsti Íslendingaslagur tímabilsins │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar sjöunda umferðin klárast.

Lið Arsenal og Brighton fá ekki að sofa út í dag, en leikur þeirra hefst klukkan 11. Nýliðarnir hafa unnið tvo af fyrstu sex leikjunum og eru með 7 stig. Arsenal hefur unnið þrjá leiki og er með 10 stig.

Íslendingarnir tveir í úrvalsdeildinni, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, mætast klukkan 13:15 þegar lið þeirra Everton og Burnley eigast við á Goodison Park.

Rafael Benitez tekur á móti sínum gömlu lærisveinum í Liverpool í lokaleik umferðarinnar klukkan 15:30. Newcastle hafði unnið þrjá leiki í röð en tapaði fyrir Brighton í síðustu umferð. Liverpool hafa unnið þrjá leiki og eru með 11 stig í fimmta sætinu.

Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitunarmyndband fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×