Suður-Kórea blés til eldflaugaæfingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 23:27 Frá eldflaugaæfingum suður-kóreska hersins í lok ágúst síðastliðnum. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt í kjölfar nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Vísir/afp Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma. Æfingin er svar við nýjustu kjarnavopnatilraun Norður-Kóreu, þeirrar sjöttu og langtum stærstu í röðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannastjórum ríkisstjórnar Suður-Kóreu. Á æfingunni var eldflaugum skotið á loft frá jafnsléttu og þá voru einnig gangsettar F-15K orrustuflugvélar sem skutu á skotmörk úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að eldflaugar Suður-Kóreu geti náð að Punggye-ri í Norður-Kóreu, þar sem tilraunir einræðisríkisins á kjarnavopnum hafa iðulega farið fram, að því er segir í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Sjá einnig: Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Öryggisráð sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi,“ sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um nýja vetnissprengju Norður-Kóreu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt en Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún teldi ólíklegt að átök brytust út á Kóreuskaga að svo stöddu. Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma. Æfingin er svar við nýjustu kjarnavopnatilraun Norður-Kóreu, þeirrar sjöttu og langtum stærstu í röðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannastjórum ríkisstjórnar Suður-Kóreu. Á æfingunni var eldflaugum skotið á loft frá jafnsléttu og þá voru einnig gangsettar F-15K orrustuflugvélar sem skutu á skotmörk úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu. Gert er ráð fyrir að eldflaugar Suður-Kóreu geti náð að Punggye-ri í Norður-Kóreu, þar sem tilraunir einræðisríkisins á kjarnavopnum hafa iðulega farið fram, að því er segir í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN.Sjá einnig: Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Öryggisráð sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna nýjustu kjarnavopnatilraunar Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi,“ sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um nýja vetnissprengju Norður-Kóreu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Ástandið á Kóreuskaga er eldfimt en Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún teldi ólíklegt að átök brytust út á Kóreuskaga að svo stöddu.
Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, er jafnframt á því að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. 3. september 2017 22:00
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Óska eftir neyðarfundi í öryggisráði SÞ vegna eldflaugaskots Norður-Kóreu Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ætla að óska eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugar sem Norður-Kóreumenn skutu yfir Japan í gær. 29. ágúst 2017 09:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17