Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu Oxlade-Chamberlain

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain í búningi Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain í búningi Liverpool. Mynd/Heimasíða Liverpool
Liverpool staðfesti í dag að félagið hafi gengið frá langtímasamningi við Alex Oxlade-Chamberlain sem kemur til liðsins frá Arsenal. Frá þessu er greint á heimasíðu liðsins.

Oxlade-Chamberlain er sagður hafa skrifað undir sex ára samning við Liverpool en það hefur ekki enn verið staðfest.

Hann kom til Arsenal frá Southampton árið 2011 en hefur síðan þá komið við sögu í 132 deildarleikjum með Lundúnarfélaginu og á að baki 27 landsleiki með Englandi.

Liverpool hefur nú samið við fjóra leikmenn í sumar en félagið er enn sagt vera á höttunum á eftir hinum franska Thomas Lemar, leikmanni Monaco.

Oxlade-Chamberlain átti eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og bauðst einnig að fara til Chelsea. Hann hafnaði hins vegar því og valdi frekar að fara til Bítlaborgarinnar.


Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.

Uxinn á leið á Anfield

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé búið að kaupa Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal á 40 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×