Svona var gluggadagurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2017 00:00 Kylian Mbappé er kominn til PSG. Vísir/Getty Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi. Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda. Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco. Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg. Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál. Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino. Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München. Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.Helstu félagaskipti dagsins:Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur) Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira