Enski boltinn

Uxinn á leið á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain í baráttu við Sadio Mané, verðandi samherja sinn hjá Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain í baráttu við Sadio Mané, verðandi samherja sinn hjá Liverpool. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé búið að kaupa Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal á 40 milljónir punda. Liverpool hefur þó ekki enn staðfest félagaskiptin.

Chelsea og Arsenal voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Oxlade-Chamberlain en hann vildi ekki fara til Englandsmeistaranna. Liverpool greip því tækifærið og krækti í þennan kröftuga leikmann.

Oxlade-Chamberlain, sem er 24 ára, kom til Arsenal frá Southampton 2011 og varð þrisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum.

Oxlade-Chamberlain lék alls 198 leiki fyrir Arsenal og skoraði 20 mörk.

Síðasti leikur hans fyrir Arsenal var gegn Liverpool á sunnudaginn. Rauði herinn vann leikinn 4-0.


Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×