Enski boltinn

Serge Aurier genginn til liðs við Tottenham

Dagur Lárusson skrifar
Aurier í leik með PSG
Aurier í leik með PSG Vísir/getty
Tottenham Hotspur hefur gengið frá kaupum á hægri bakverði PSG, Serge Aurier, en félagið tilkynnti um félagsskiptin fyrir skömmu.

Kaupverðið er talið vera um 23 milljónir punda en þessi félagsskiptasaga er búin að vera í gangi í langan tíma.

Tottenham seldi Kyle Walker fyrr í sumar til Manchester city fyrir um 50 milljónir punda og er Aurier séður sem arftaki hans í hægri bakvarðar stöðunni en hann mun þó eiga við Kieran Trippier um stöðuna.

Aurier eru fjórðu kaup Tottenham í sumar en áður hafði félagið keypt Davinson Sanchez, Paulo Gazzaniga og Juan Foyth. Einnig er liðið sterkalega orðað við Fernando Llorente og Ross Barkley en það er spurning hvað gerist í þeim málum í kvöld en félagsskiptaglugginn lokar kl 22:00 á íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×