Erlent

Madsen heldur sig við fyrri skýringar á láti Kim Wall

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn.
Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn.

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist.

Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.

Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns.

Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall.

Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall.

Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann.

„Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“

Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Sundurlimaða líkið af Kim Wall

Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.