Madsen heldur sig við fyrri skýringar á láti Kim Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 23:30 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20
Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07