Enski boltinn

City býður Raheem Sterling á móti Sanchez

Sterling í leik með City um helgina.
Sterling í leik með City um helgina. Vísir/Getty
Svo gæti farið að þeir Raheem Sterling og Alexis Sanchez hafi vistaskipti en samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa forráðamann Manchester City boðið Arsenal að fá Raheem Sterling sem hluti af kaupum félagsins á Alexis Sanchez.

Sterling kom til City frá Liverpool árið 2015 á 49 milljónir punda sem gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni Breta. En nú virðist sem að hann hafi fengið þau skilaboð að honum sé heimilt að fara.

City hefur lengi verið á höttunum eftir Sanchez sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hingað til ekki viljað selja hann en City hefur áður boðið 50 milljónir punda í kappann.

City er nú sagt reiðubúið að bjóða 20 milljónir auk þess sem að Sterling myndi ganga í raðir Lundúnarfélagsins.

Sjálfur er Sterling sagður hissa á sínum hlutskiptum eftir að hafa skorað tvívegis í fyrstu þremur deildarleikjum City á tímabilinu. Hann sé þó opinn fyrir því að flytja aftur til Lundúna, þar sem hann er uppalinn.


Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×