Er Wenger loksins komin á endastöð? Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Arsene Wenger. vísir/getty Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger. Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Frammistaða Arsenal-manna í gær á Anfield er sennilega ein sú slakasta sem Arsenal hefur sýnt undir Arsene Wenger á þeim 21. árum sen hann hefur stýrt Lundúnarliðinu. Aðeins nokkrir mánuðir eru síðan Liverpool rétt hafði Meistaradeildarsæti af Arsenal í lokaumferðinni með eins stigs mun en leikur gærdagsins var leikur kattarins að músinni. „Úrslitin endurspegluðu frammistöðuna. Þetta var hrikalegt, við urðum undir á öllum sviðum og þegar litið er til baka gerðum við þeim auðvelt fyrir,“ sagði Wenger niðurlútur að leikslokum.Undarlegt liðsval Wenger styrkti liðið á báðum endum vallarins í sumar, fékk til sín öflugan bakvörð ásamt heitasta framherja frönsku deildarinnar undanfarin ár í Alexandre Lacazette. Var þeim ætlað að skjóta liðinu aftur inn í Meistaradeildina og aftur í baráttu um toppsæti. Þeir tóku sér hins vegar báðir sæti á bekknum í gær þrátt fyrir fínar frammistöður fyrstu vikurnar. Þess í stað kallaði hann á gamalkunnug nöfn, Alexis Sanchez lék fyrsta leik sinn á tímabilinu og virtist ekki í stakk búinn til að koma inn og gera útslagið í stórleik sem þessum. „Ég er vonsvikinn yfir því hvernig strákarnir spiluðu þennan leik en það þýðir ekki að gleyma sér í svekkelsinu. Við höfum yfirleitt leikið vel í stórleikjum eins og þessum og núna munum við nýta fríið á meðan landsleikjahléið er til þess að finna út hvað það var sem fór svona úrskeiðis.“Hvert er framhaldið? Framundan er tæplega tveggja vikna frí áður en liðið mætir stigalausum Bournemouth-mönnum á heimavelli þar sem Skytturnar ættu ef allt er eðlilegt að komast aftur á sigurbraut. Það eru hinsvegar stór spurningarmerki þegar litið er yfir leikmannahóp liðsins. Þegar stutt er eftir af félagsskiptaglugganum er ljóst að styrkja þarf leikmannahópinn á fleiri stöðum ef Arsenal ætlar að gera atlögu að toppnum á nýjan leik miðað við spilamennsku keppinautanna undanfarnar vikur. Wenger og stjórn Arsenal verða þar að auki að finna lausn á framhaldinu hjá eigin leikmönnum, lykilpóstar á borð við Alexis Sanchez og Mesut Özil ásamt Alex Oxlade-Chamberlain og Shkodran Mustafi eru allir þrálátlega orðaðir við önnur félög þessa dagana.Mesut Özil svekktur í leikslok.Vísir/GettySamningsstaða Sanchez, Chamberlain og Özil sem eiga aðeins ár eftir af samningi sínum þýðir að lausn verður að finnast á þeirra málum sem fyrst en þeir virtust vera hálf áhugalausir í leik gærdagsins. Gæti því farið svo að nóg verði að gera hjá Arsenal á næstu dögum við að styrkja liðið til að halda í við toppliðin en fyrst þurfa þeir að leysa vandamálin innanbúðar áður en áfram er haldið. Þrátt fyrir það er Wenger brattur þegar litið er á framhaldið. „ Sjálfstraustið minnkar þegar þú tapar leikjum eins og þessum en við verðum að halda trúnni og einbeitingunni. Eina leiðin okkar til að svara er að mæta í næsta leik og svara fyrir þetta.“Wenger í sviðsljósinu Wenger sem var dýrkaður og dáður fyrstu árin af stuðningsmönnum Arsenal er enn og aftur kominn í sviðsljósið í upphafi ársins. Tveggja ára framlengingin á samningi hans síðasta sumar vakti misjafna lukku hjá stuðningsmönnum liðsins og mun frammistaða eins og í gær ekki vinna marga á sitt band og setur bara meiri pressu á hann. „Það kenna eflaust margir stuðningsmenn mér um vandamál liðsins og ef ég er vandamálið þykir mér það leitt en við viljum stuðningsmenn sem styðja okkur í gegnum súrt og sætt,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00 Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Sanchez vill rúmar 50 milljónir á viku Alexis Sanchez er sagður vilja fá 400 þúsund pund í vikulaun ef hann ætli að vera áfram hjá Arsenal. 26. ágúst 2017 12:00
Liverpool valtaði yfir Arsenal Liverpool valtaði yfir Arsenal 4-0 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. ágúst 2017 16:45