Enski boltinn

Arsenal í baráttunni um Evans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fer Jonny Evans til Lundúna eða aftur til Manchester?
Fer Jonny Evans til Lundúna eða aftur til Manchester? Vísir/Getty
Arsenal hefur blandað sér í baráttuna um Jonny Evans, miðvörð West Bromwich Albion, samkvæmt heimildum SkySports.

Fyrr í sumar hefur West Brom hafnað tilboðum frá Manchester City og Leicester í þennan 29 ára norður-írska varnarmann. 

Heimildir SkySports segja að Arsenal hafi spurst fyrir um leikmanninn, en heimildarmenn innan West Brom segjast ekki kannast við að Arsenal hafi haft samband. Ekkert formlegt tilboð hefur borist frá Lundúnaliðinu.

Landsliðsþjálfari Norður-Írlands, Michael O'Neill, sagði í viðtali í síðustu viku að hann myndi ekki standa í vegi fyrir því ef Evans þyrfti að yfirgefa landsliðshópinn til að ganga frá sínum málum. 

Evans kom til West Brom árið 2015 frá Manchester United eftir níu tímabil með Manchester-liðinu þar sem hann varð þrisvar Englandsmeistari. 

Endurkoma til Manchester-borgar gæti verið í kortunum fyrir Evans, en Manchester City er sagt ætla að gera West Brom annað tilboð í leikmanninn fyrir lok félagsskiptagluggans í enda vikunnar.


Tengdar fréttir

Guardiola: Napólí eitt af þrem bestu

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var ósammála því að liðið hefði dregist í auðveldan riðil í Meistaradeild Evrópu og sagði Napólí, eina af andstæðingum liðsins, vera eitt af þremur bestu liðum Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×