Fótbolti

United græðir meira á Keane heldur en Chicharito

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keane í leik með Burnley.
Keane í leik með Burnley. vísir/getty
Enska stórliðið Manchester United græðir 7,5 milljónir punda á sölu Michael Keane frá Burnley til Everton.

Varnarmaðurinn ungi gekk til liðs við Everton í gær, mánudaginn 3.júlí, á fimm ára samningi. Söluverðið var um 30 milljónir punda, eða fjórir milljarðar íslenskra króna.

United er uppeldisfélag Keane, en það seldi þennan 24 ára gamla Englending til Burnley árið 2015. Inni í þeim samningi var klásúla upp á að United fengi 25% af söluverði hans, myndi Burnley selja Keane

Í samningnum á líka að hafa verið ákvæði um að United gæti keypt hann til baka, og leit út fyrir að Mourinho væri áhugasamur um að nýta sér það fyrr í vetur, en svo fór ekki og er Keane komin til Liverpool-borgar.

Þegar United seldi Keane árið 2015 seldi félagið einnig þá Javier Chicharito Hernandez til Bayer Leverkusen og Jonny Evans til West Bromwich Albion. Báðir þessir leikmenn höfðu verið mikilvægur hluti af liði United og reynslumiklir menn með marga landsleiki fyrir sínar heimaþjóðir á bakinu, en United græddi minna á sölu þeirra heldur en Keane, miðað við þessar tölur.

United fékk 7,3 milljónir punda fyrir Chicharito og 6 milljónir punda fyrir Jonny Evans.

Keane var í byrjunarliði Burnley í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni síðasta tímabil og hefur hann spilað tvo landsliðsleiki fyrir England. 

 

 

 

 


Tengdar fréttir

Keane fer frá Burnley í sumar

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá mun hinn eftirsótti varnarmaður Burnley, Michael Keane, fara frá félaginu í sumar.

Van Gaal svaraði eitt prósent og Chicharito fór frá United

Javier Hernandez, framherji Bayer Leverkusen og fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sagt frá samskiptum sínum og knattspyrnustjórans Louis van Gaal sem urðu til þess að hann ákvað að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið.

Keane: Kannski er Man Utd of stórt fyrir Mourinho

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um José Mourinho, knattspyrnustjóra United, eftir 1-0 sigur liðsins á Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Chicharito genginn til liðs við Leverkusen

Mexíkanski framherjinn skrifaði undir þriggja ára samning hjá þýska félaginu í dag en hann gengur til liðs við Leverkusen eftir sex ár hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×